Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 14
12
Gísli Jónsson
upsstofu 1974), Englendinga (ODN) og Þjóðverja (Drosdowski 1974,
Bahlow 1985). í hinum síðasttöldu finnst t.d. ekki stuðningur við þann
möguleika að nafnið sé gælu- eða styttingamafn úr lágþýsku Mecht-
hild(e). Of langsótt finnst mér að setja þetta í samband við franska
ættamafnið Mechain en til greina getur komið að nafnið sé dregið af
borgarheiti í Múhameðslöndum, t.d. Mekka í Arabíu eða Mekínes í
Marokkó, og eigi jafnvel rætur að rekja til Tyrkjaránsins, með einum
eða öðmm hætti. Fimm konur hétu Mekkín 1801, allar í Múlasýslum
og var nafnið lengi aðeins haft í þeim landshluta. Til var afbrigðið
Mekkína í Þingeyjarsýslu. Nafnið Mekkín lifir enn á meðal okkar.
Fjalldís hefur aðeins ein kona heitið svo að ég viti. Fjalldís Er-
lendsdóttir var 73 ára ómagi í Bót í Hróarstungu 1703. Um uppmna
þessa stórhreinlega nafns veit ég ekkert og hvergi finn ég það ann-
arstaðar, hvorki fyrr né síðar. Ég læt því svo heita sem Fjalldís gæti
verið staknefni.
Opía er annað hugsanlegt staknefni úr Norður-Múlasýslu. 1703 var
ein Opía hér á landi, Loftsdóttir, 16 ára sveitarómagi í Ási í Fellum.5
Sigurbjörg var aðeins ein á íslandi 1703, Sigurbjörg Bjömsdóttir,
13 ára, „í fóstri“ í Reiðhöfðaseli í Brúarþingsókn (MÍ1703), og er
þá kannski hin fyrsta með því nafni á landi hér. Nafnið Sigurbjörg
kemur a.m.k. ekki fyrir í fomum bókum. Það hefur unnið mikla sigra
en fór að vísu hægt af stað; árið 1801 vom Sigurbjargir aðeins átta,
þar af sex í Þingeyjarsýslu, en svo kom skriðan; 207 árið 1845, 283
tíu ámm seinna og 572 árið 1910 og er nafnið þá 20. algengasta
kvenmannsnafn á íslandi (1,3%). En síðan dregur úr og í þjóðskránni
1982 em 818 Sigurbjargir og nafnið í 47. sæti.6 Árið 1960 vom 17
meyjar skírðar Sigurbjörg og 1985 níu.
Jokkum er sagt og skrifað nokkuð breytilega; heyrt hef ég t.d. fram-
burðinn „Júkkum". Nafnið er komið úr þýsku um dönsku, ummyndun
5 Hún er vafalítið sama Opían og sú sem nefnd er í frásögnum af Hjaltastaðar-
fjandanum (ÍÞJ:279). Mér þykir trúlegast að Opía sé gælunafn af Sof(f)ía. Þekkt hef
ég fleiri ein eina Sof(0íu sem stundum var kölluð Ob(b)ía.
6 Um tölur úr þjóðskrá 1982 er hér jafnan stuðst við úrvinnslu þeirra Guðrúnar
Kvaran og Sigurðar Jónssonar (1985).