Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 15
Nöfii Norð-Mýlinga 1703-1845
13
úr hebreska nafninu Jóakim sem merkir ‘drottinn reisir við’ (reyndar
er oft afar erfitt að þýða hebresk nöfn á íslensku).7 í slavneskum mál-
um, t.d. rússnesku, stytta menn stundum Jóakim í Akim. Jokkum er
afarsjaldgæft nafn á landi hér; tveir, í Norður-Múlasýslu, 1703, einn
vestur í Bolungarvík 1801; aðeins faðir sr. Matthíasar 1845, Jochum
Magnússon í Skógum í Þorskafirði. En nafhið er enn til.
Rustíkus er hið merkasta nafn. Það er latína og merkir ‘sveitamað-
ur’, andstætt Urbanus á þá tungu sem merkir ‘borgarbúi’; svo hétu
páfar og aðrir helgir menn (ODN). Rustíkus var líka helgur maður
fyrir löngu.8 Nöfn píslarvotta og annarra helgra manna bárust greitt
hingað norður úr heimi suður og svo var um nafnið Rustíkus. Það
er með vísu komið hingað á 15. öld (Lind 1915-1931) og árið 1703
voru Rustíkusar sex, fjórir þeirra einmitt í Norður-Múlasýslu. Árið
1801 voru þeir fimm, allir í Múlasýslum og stóð svo alla tíð meðan
nafnið helst. Það kemur síðast fyrir í manntalinu 1910; voru þá tveir
sem nafnið báru og báðir fæddir í Norður-Múlasýslu. íslensku orðin
rósta og rosti hafa e.t.v. ekki haft góð áhrif á mannsnafnið Rustíkus.
Dýrlingurinn gleymdist og fáir kunnu latínu, og þar að auki hefur ekki
alltaf þótt fínt að vera sveitamaður. Farið var að segja um ruddaleg-
an mann að hann væri óttalegur „rustíkus“ (sbr. Jakob Benediktsson
1965) og nafnið deyr svo drottni sínum á fyrra hluta þessarar aldar.
2. Nöfn Norð-Mýlinga 1801
2.1 Algengustu nöfn
Þá er komið ár 1801. Um mannfjölda fer ég hér eftir hinu prentaða
manntali (MÍ1801) og minni eigin úrvinnslu. Samkvæmt því eru nú
konur 952 og karlar 776, svo að ekki hefur Norður-Múlasýsla far-
ið varhluta af mannfækkun 18. aldarinnar. Kvennanöfiium hefur og
fækkað um 25 og karlanöfnum um 4, enda þótt sókn erlendra nafna
væri hafin að nokkru en hún varð bæði mikil og skæð áður en öldinni
lyki (Ólafur Lárusson 1955, Gísli Jónsson 1989b).
7 Um merkingu hebreskra nafna er hér oftast stuðst við AID og ODS.
8 Frá honum segir í Heilagra manna drápu, frá því um 1400 (SKJ 11:565).