Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 18
16
Gísli Jónsson
Árið 1801 hétu tvær stúlkur á íslandi þessu nafni. Eldri var, og
kannski hin fyrsta á landi hér, Naómí Eyjólfsdóttir á Þverá í Laxár-
dal, en einu ári yngri Naómí Jónsdóttir á Felli í Vopnafirði. Naómí
Eyjólfsdóttir var enn á lífi 1845, þá í Nesi í Aðaldal, en Naómí Jóns-
dóttir horfin. Árið 1910 var aðeins ein Naómí á landinu, reyndar
bókuð Nahómí, og síðan ekki söguna meir.
Rósa er náttúrlega latneska blómsheitið sem svo hljóðar. Þetta nafn
hafði rétt numið land í Norður-Múlasýslu 1801 en var þá orðið algengt
sumstaðar, t.d. í Eyjafjarðarsýslu, en ekki til annarstaðar, svo sem í
Rangárvallasýslu (Gísli Jónsson 1989b). í þjóðskránni 1982 eru 898
Rósur og er nafnið þá í 39. sæti kvennanafna.
2.3 Ný karlanöfn í Norður-Múlasýslu 1801
Þessi karlmannsnöfn höfðu bæst í hópinn hjá Norð-Mýlingum frá
1703 til 1801: Ahraham, Arnes, Benjamín, Filippus, Friðrik, Guttorm-
ur, Jens, Metúsalem eða Matúsalem, eins og Norð-Mýlingar sögðu
og skrifuðu (PRNM), Tunis.
Abraham er úr hebresku og hefur verið þýtt ‘faðir margra manna’.
Þetta nafn var tekið að gefa sveinbömum á íslandi á 18. öld en var
alla tíð örfágætt, þótt enn lifi.
Arnes eða Arnis hefur víst orðið frægast hér á landi vegna úti-
leguþjófsins sem Jóhann Sigurjónsson gerði minnilegan. Tveir vom
Arnesar á íslandi 1801, Ames Eyjólfsson á Hoffelli í Fellum og svo
þjófurinn sem taldist þá Reykvíkingur. Árið 1845 var Ames í Hoffelli
enn á lífi, en hann mun hafa verið síðasti Arnes á íslandi. Nafn þetta
er nokkuð gamalt hérlendis; svo hét einn ábóta í Viðey (ÍF:485—6).
Það er komið frá útlöndum og minnir helst á Arnest í dönsku og
Ernust í fomháþýsku. Það var latínisérað Arnestus og á sér líklega
samsvaranir í ensku Ernest og þýsku Ernst.
Benjamín er alkunnugt biblíunafn úr hebresku, þýtt á mismunandi
vegu, t.d. ‘sonur suðurs’. Nafnið var ekki til á íslandi 1703 en tók
svo rösklega við sér og hétu 43 menn Benjamín árið 1801. Langelstur
þeirra var Benjamín Oddsson, 56 ára, í Skálpagerði í Öngulsstaða-
hreppi. Nafnið dafnaði vel á 19. öld og lifir hér enn góðu lífi.