Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 19
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845
17
Þótt Filippus væri nýtt nafn í Norður-Múlasýslu 1801 var það gam-
alt á landi hér, sbr. Filippus Sæmundarson Jónssonar frá Odda. Filipp-
us var líka nokkuð algengt fyrir sunnan, einkum í Rangárvallasýslu á
18. og 19. öld. Nafnið er úr grísku og merkir ‘hestavinur’. Mönnum
með þessu nafni hefur fækkað á landi hér síðustu árin en nafnið er
ekki í bráðum útrýmingarháska.
Friðrik er margfrægt nafn biskupa og þjóðhöfðingja — það barst
hingað snemma; samsett af friður (þ.e. ‘ást’) og ríkur. Árið 1801 báru
þetta nafn 28 íslendingar, þar af einn í Norður-Múlasýslu. Síðan tók
nafnið mikil stökk. Friðrikar voru 202 árið 1855, 328 árið 1910 og í
þjóðskrá 1982 eru þeir 881; nafnið er þá í 40. sæti karlmannsnafna.
Árið 1960 hlutu 23 sveinar þetta nafn og 19 árið 1985.
Guttormur var, er fram í sótti, sérstaklega austfirskt nafn. Það er
fomt, talið orðið til úr Guðþormr og merkti ‘sá sem guðir þyrma’
eða ‘sá sem þyrmir guðum’. Árið 1801 var þetta nafn ekki sérlega
austfirskt orðið en varð það á síðara hluta 19. aldar.
Jens er ein af mörgum aukagerðum nafnsins Jóhannes, dönsk gerð.
Það nam land í Suður-Múlasýslu á 18. öld og fjölgaði brátt Jensum
á íslandi, einkum fyrir vestan (sjá PRÍS).
Jónas var ekki til á Islandi 1703 en er eitt þeirra biblíunafna sem
æddu upp hér á landi á 19. öldinni. Það er komið úr hebresku og talið
vera fuglsheiti, ‘dúfa’. Annars táknar jó i hebreskum mannanöfnum
nær ætíð guð (Jehóva). Árið 1801 var aðeins einn Jónas í Norður-
Múlasýslu. Jónasar voru þá 117 á öllu landinu en voru orðnir hvorki
fleiri né færri en 461 röskri hálfri öld síðar. í þjóðskránni 1982 em
Jónasar 874.
Metúsaiem var ekki heldur til á íslandi 1703 og aðeins einn með
því nafni 1801. Sá var Metúsalem Ámason, 17 ára, á Burstarfelli í
Vopnafirði. Þess var áður getið að Norð-Mýlingar sögðu og skrifuðu
Matúsalem og hélst það a.m.k. fram eftir 19. öld. Séð hef ég líka
Matusálah í fomri ættartölu (ÍF:504). Árið 1845 hétu 12 íslendingar
þessu nafni, þar af 7 í Norður-Múlasýslu og einn í Suður-Múlasýslu.
Á næstu 10 ámm tvöfaldast tala þeirra Norð-Mýlinga sem þessu nafni
heita og lengi var það einskorðað við Múla- og Þingeyjarsýslur. Nafn-