Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 21
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845
19
Karlanöfn borin af a.m.k. 25 voru þessi:
1. Jón 250 8. Ámi 39
2. Guðmundur 84 9. Eiríkur 36
3. Sigurður 80 10. Þorsteinn 34
4. Stefán 67 11. Bjami 33
5. Einar 52 12. Sigfús 30
6.-7. Bjöm 50 13. Pétur 28
6.-7. Magnús 50 14. Ólafur 26
Nú hefur allmikið dregið úr yfirburðum Jóns og Guðrúnar. Guðrún
er komin ofan í tæp 12% en Jón er í rúmum 17%.13 Af 16 algengustu
kvennanöfnum Norð-Mýlinga eru nú fjögur af öðrum uppruna en
norrænum (Kristín, Anna, Margrét, Katrín) og hjá körlum lítur þetta
líkt út (Jón, Stefán, Magnús, Pétur). í heildina hafa germönsk nöfn
staðið sig allvel; að vísu hefur prósentutala þeirra lækkað í 70 meðal
kvenna en er rúmlega 72 meðal karla. Annars vekur hér mesta athygli
kvennamegin skjótur uppgangur Önnu og Bjargar. Á 44 árum hefur
Önnum fjölgað úr 6 í 56 og Björgum úr 17 í 50 (sjá ennfremur
um tvínefni í 3.4). Karlamegin er sérlegast hversu Stefáns-nafn hefur
hafist upp og er algengara en annarstaðar á landinu. Ekki hef ég neinar
haldbærar skýringar á framgangi þessara nafna.
3.2 Nýjungar í kvennanafnaforðanum
Meðal nýrra kvennanafna í Norður-Múlasýslu 1845 staðnæmist ég
við þessi (sjá annars lokasamanburð í 4): Aðalborg, Antonía, Berta,
Bóel, Jóhanna, Karítas, Lára, Lilja, Matthildur, Petronella, Salína,
Súlíma, Þrúður og Ölveig.
Aðalborg er ung samsetning í stfi við Aðalbjörgu (sjá um Krist-
borgu og Kristbjörgu í 1.2) og var fundin upp í Norður-Múlasýslu.
Þetta nafn kemur fyrst fyrir í manntalinu 1845, og heita þrjár svo, elst
Aðalborg Vigfúsdóttir 40 ára á Ljótsstöðum í Vopnafirði. Tíu árum
seinna voru Aðalborgir orðnar sjö, sex þeirra í Norður-Múlasýslu og
13 Þess má geta að 10 árum seinna voru hlutfallstölumar yfir landið allt 12,9 hjá
Guðrúnu og 15,6 hjá Jóni.