Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 23
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845
21
ur krýndur lárviði’. Elsta Lára sem ég hef fundið á íslandi fædd-
ist 1791, Sigfúsdóttir, og var 1801 á Látrum í Vatnsfjarðarsókn í
ísafjarðarsýslu. En 1845 voru tvær Lárur á landinu, báðar í Norður-
Múlasýslu, 19 ára og þriggja ára, sú yngri Sigfúsdóttir eins og hin
fyrsta fyrir vestan. Á síðara hluta 19. aldar tók nafnið kipp og urðu
Lárur 213 árið 1910 og fjölgar enn. Þær voru 948 árið 1982 og nafnið
í 37. sæti kvennanafna. Árið 1960 voru 27 meyjar skírðar Lára og
22 árið 1985.
Lilja var líka nýtt fyrir Norð-Mýlingum 1845. Þetta er blómsheiti,
ættað úr latínu (lilium) og var þrásinnis tákn Maríu meyjar eins og
Rósa. Engin Lilja var á íslandi 1703 en á 18. og 19. öld breiddist
nafnið greitt út. Árið 1855 voru Liljur 120, orðnar 258 árið 1910 og
1459 í þjóðskrá 1982. Það er mjög vinsælt síðustu áratugi, 42 bættust
við árið 1976 og 35 árið 1985.
Matthildur er gamalt nafn hérlendis og hét svo rímnapersóna ein.15
Árið 1703 báru 16 Matthildar-nafn á Islandi. Nafnið er germanskt að
uppruna, á fomri þýsku Macthildis, dönsku Matilde, ensku Matilda og
Maud. Merkingin er ‘máttug valkyrja’. Af því hafa menn gælunöfnin
Matta og Metta. Matthildum fjölgaði hér allmikið á 19. öld og eru
margar á okkar dögum.
Petranella (eða -illa). Það nafn bera færri. Það á rætur að rekja
til nafnsins sem á okkar tungu er Pétur (gr. Petros) og er oft talið
smækkunarmynd af rómverska ættamafninu Petronius. í Danmörku
er til gerðin Pernille, svo og í Noregi. Nafnið Petronella er gamalt
hérlendis en var lengst af ákaflega sjaldheyrt. Það lifir þó enn. Ekki
síst hefur þótt við hæfi að Pétursdætur bæm þetta nafn. Petronella
Pétursdóttir var t.d. á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá 1845, fimm
ára.16
Salína er merkilegt nafn og austfirsk smíð. Austfirðingar og Þing-
eyingar höfðu gælunáfnið Sali af Metúsalem (sjá 2.3) og var það
15 Um nöfn rímnapersóna er hér stuðst við Finn Sigmundsson (1966).
16 Þess má geta að í Heilagra meyja drápu (SKJ 11:596) segir að Pétur (sumir segja
Sankti-Pétur) ætti dóttur með þessu nafni („Pétur gat sér prúða dóttur, Petrónilla frá
eg hún héti“, o.s.frv.).