Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 24
22
Gísli Jónsson
reyndar gert að eiginnafni (einn 1910). Ein Salína er á landinu 1845,
vafalítið skírð eftir föður sínum látnum er Metúsalem hafði heitið.
Hún var þá 14 ára og átti heima á Hofi í Vopnafirði. Hún var enn á
lífi tíu árum síðar. En 1910 eru Salínur orðnar tíu, átta þeirra fæddar í
Norður-Múlasýslu en hinar í Þingeyjar- eða Suður-Múlasýslu. Nafnið
er nú örfágætt en hjarir þó.
Sigbjört er líka austfirsk uppfinning, höfð til þess að skíra eftir
Sigfúsi og Dagbjörtu en svo hétu foreldrar hennar. Hún var þriggja
ára 1845. Þótt undarlegt megi virðast finn ég ekki þetta ágæta nafn
framar og verð því að ætla að Sigbjört Sigfúsdóttir í §unnudal í
Vopnafirði hafi ein kvenna heitið þessu nafni.
Súlíma er skrýtið nafn, enda stundum letrað Sólíma. Gísli Konráðs-
son orti rímur af Loðvík og Súlímu 1860 og er sú Súlíma frá Georgíu
(sbr. Finn Sigmundsson 1966). Eitthvað hefur þetta framandi nafn,
sem ég kann ekki að skýra, borist til skilningarvita íslendinga fyrr því
að þrjár Súlímur voru á landinu 1845, allar á unglingsaldri, elst Súlí-
ma Ásmundsdóttir á Vindfelli í Vopnafirði. Nafnið tórði fram á þessa
öld en sýnist nú dautt. Kannski samsvarar þetta arabíska karlheitinu
Suliman (Soliman).
Þrúður er ævagamalt nafn á íslandi þótt nýtt væri með Norð-Mýl-
ingum 1845, miðað við 1801. Þrúður var dóttir Þórs og merkir, eins
og vænta mátti, ‘hin sterka’, skylt orðum eins og þróun, þroski og
Óðinsheitinu Þrór (sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). Þrúður er
miklu tíðara í samsetningum (Geirþrúður, Arnþrúður, Sigþrúður) en
eitt sér. Það er sjaldhaft nafn um okkar daga.
Ölveig var ein á landi hér 1703, þingeysk, en nú voru tvær Ölveigar
norðmýlskar. Hermann Pálsson (1981:105) segir um nafnliðinn öl-:
„Forliður þessi virðist ekkert eiga skylt við öl eða bjór, heldur mun
hann vera kominn frá löngu horfnu orði sem merkti „vemdargripur,
heill, gæfa“. Um viðliðinn -veig eru skýringar mismunandi. Liggur
beint við að ætla hann eitt og hið sama og veig ‘kraftur, styrkur’ (sbr.
veigamikill, sjá og Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). En Hermann
Pálsson (1981) telur vel mega vera að -veig \ kvennanöfnum sé í 1.
hljóðskiptaröð við sögnina vígja og merki þá tengsl persónunnar við