Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 25
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845
23
það sem í forlið nafnsins greinir. Solveig (<—*Sölveig, sbr. salur) væri
þá ‘vígð sal, helguð heimilinu, góð húsfreyja’, Sigurveig ‘vígð sigri,
sigursæl kona, valkyrja’, og Ölveig væri þá ‘vígð gæfunni, auðnu-
kona’. Nafnið er nú þvf sem næst útdautt, og hefur alla tíð verið
sjaldgæft, en helst þó í Múla- og Þingeyjarsýslum.
3.3 Ný karlanöfn
A meðal nýrra karlanafna í Norður-Múlasýslu árið 1845 verður
hér staldrað við þessi: Albert, Baldvin, Benóní, Davíð, Halli, Hóseas,
Jósías, Mikael, Riggarð, Sigbjörn og Svanbjörn.
Albert var heiti rímnahetju. Nafnið er germanskt, komið í þessari
gerð úr þýsku Adelbert, ætti að vera á okkar máli Aðalbjartur (á
fomensku Æthelbeort, Aubert á frönsku). Albert er gamalt nafn á
landi liér en ákaflega fátítt þangað til á síðara hluta 19. aldar. Það er
þó nokkuð algengt nú, 165 sem heita svo einu nafni eða aðalnafni í
þjóðsljá 1982.
Baldvin hafði nýnumið land í Norður-Múlasýslu 1845 en var þá
orðið algengt sumstaðar t.d. í Eyjafjarðarsýslu. Þar var fyrsti Baldvin
á íslandi, sr. Baldvin Þorsteinsson á Upsum á Upsaströnd, fæddur
1780. Baldvin(i) er gamalt nafn í sögum sem heiti á útlendingum
(KMS). Það er germanskt og merkir ‘hugrakkur vinur’ eða ‘sterkur
vinur’. Baldvin var rímnahetja. Sjálfsagt hefur Baldvin Einarsson lög-
fræðingur og ritstjóri (f. 1801) átt sinn þátt í útbreiðslu nafnsins hér á
landi. Þetta er mikið nafn erlendis og algengast í Flandem, enda heita
Belgíukonungar þessu nafni, eða Baudoin upp á frönsku. Baldvin er
fremur algengt nafh á okkar dögum og vinsælt skímamafn síðustu
áratugi, níu vom skírðir svo árið 1976 og 13 árið 1985.
Benóní kom upp hér á landi í sókn biblíunafnanna á 19. öld. Menn
með þessu nafni vom 17 árið 1845, þar af einn í Norður-Múlasýslu.
Nafnið er hebreskt biblíunafn. Ben íhebresku merkir ‘sonur’ (sbr. Sidi
Ben Yussef og David Ben Gurion) en Benóní ‘sorgarsonur’. Fáeinir
tugir íslendinga heita nú Benóní eða BenónýP
17 Rithátturinn -ný er e.t.v. ekki alls kostar heppilegur í karlmannsnafni.