Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 26
24
Gísli Jónsson
DavíÖ var nýkominn í Norður-Múlasýslu 1845 en miklu fyrr á
ferð á sumum öðrum stöðum hérlendis; um samband þessa nafns
við Daði sjá Guðrúnu Kvaran (1986). Davíðar voru orðnir hér 37
árið 1801. Nafnið er hebreskt að uppruna og merkir ‘elskaður, kær’.
Það er nú orðið býsna algengt og er meðal helstu tískunafna okkar
daga. Skírðir voru svo 59 sveinar árið 1982 og er þá ásamt Arnari
algengasta einnefni sveina.
Halli er fom aukagerð af Hallur, sem merkir ‘steinn’, og miklu
fátíðara alla tíð. Halli var einskorðað um aldir við Skaftafells- og
Suður-Múlasýslur en færðist til Norður-Múlasýslu og lifði þar lengi.
Nú sýnist mér nafnið vera horfið.
Hóseas er úr hebresku og merkir ‘lausn’ eða ‘frelsun’. Það var
ekki komið til íslands 1801 en fjórir hétu því 1845 og allir í Norður-
Múlasýslu. Þeirra langelstur var sr. Hóseas Ámason á Skeggjastöðum
á Langanesströndum, fæddur í Þingeyjarsýslu. Nafn þetta var lengi
bundið við Múlasýslur og er nú orðið afar fáheyrt.
Jósías hefur þótt undarlegt nafn en það er nær hrein hebreska og á
að merkja ‘guð gefur’ eða ‘guð læknar’. Þessu nafni skolaði hingað
á biblíunafnaöldu 19. aldar og urðu flestir í manntalinu 1855. Fyrsti
Jósías á íslandi, svo að ég viti, var Jónsson á Ytri-Reykjum f Miðfirði,
fæddur 1820 (Gísli Jónsson 1989a). Nú sýnist mér nafnið horfið en
kvenmannsnafnið Jósíana er til, sárasjaldgæft.
Mikael er Ifka hebreskt og verður víst ekki þýtt nema með spum-
ingu: ‘Hver er líkur guði?’ (ODN). Nafnið er til í mörgum myndum
á okkar tungu. Mikill er ein gerðin og bám fimm það heiti 1703 en
tveir em sagðir heita Mikael, enginn Mik(k)jáli.l& Nafnið var lengi
fátítt en Mikaelum hefur heldur fjölgað á síðustu ámm.
Árið 1845 taldist einn Norð-Mýlingur heita Riggarð. Einn íslend-
ingur er talinn hafa heitið Ríkharður (eða Ríkarður) 1703 og var í
Snæfellsnessýslu. Árið 1801 var enginn með þessu nafni á landi hér
en 1845 tveir, sinn í hvorri Múlasýslu, og er nafnið skrifað sem áður
sagði, enda letrað Rígarð í Heiiagra manna drápu (SKJ). Þetta nafn
18 En þá mynd hefur Amór jarlaskáld er hann kveður um Mikael erkiengil og
hlutverk hans („Mikkjáll vegur þats misgjört þykkir", o.s.frv., sbr. SKJ 1:326).