Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 28
26
Gísli Jónsson
síður meðal bænda en presta, og náðu bæði upp í Rangalón á Jökul-
dalsheiði og Möðrudal á Fjöllum. Þau námu 5,32% meðal kvenna en
0,68% meðal karla og fjölgaði hratt. Tíu árum seinna voru hlutföllin
rétt rúm 10% meðal kvenna og 3,73% meðal karla. Ýmislegt er at-
hyglisvert við tvínefhi Norð-Mýlinga 1845. Þótt margt sé þar nafna
af erlendum toga eru þau í heildina ekki eins útlenskuleg og framandi
og nöfn Isfirðinga. Og miklu meira er um það meðal Norð-Mýlinga
en bæði ísfirðinga og Eyfirðinga að hafa þjóðleg nöfn á tvínefndum
konum, svo sem Þórunn, Guðrún, Björg, Ólöf En Norð-Mýlingar
eiga þó sameiginlegt með Eyfirðingum að Anna er langoftast fyrra
nafii: 21 af hinum tvínefndu konum 76 heitir Anna að fyrra nafni.
Margrét er aldrei fyrra nafn en 13 sinnum síðara. María er 8 sinnum
síðara nafn. Björg er sömuleiðis 8 sinnum síðara nafh en aldrei fyrra
nafn. Þetta minnir á tísku okkar daga að hafa einsatkvæðisnafn að
síðara lið í samsetningum tvínefna; Guðrún Björg og Þórunn Björg
hétu nokkrar dætur Norð-Mýlinga 1845. Rétt er þó að skjóta því hér
inn að árin 1703-1845 var afar fátt um einsatkvæðis kvenmannsnöfn
á landi hér, í manntalinu 1845 t.d. aðeins Björg, Hlíf, Ósk, Rut og
Ögn, en 1703 Björg, Dís, Gró, Hlíf og Ósk. Ekkert þeirra var algengt
nema Björg.
Á meðal tvínefha Norð-Mýlinga árið 1845 eru útlenskulegustu sam-
setningamar þessar: Dorothea Lovísa, Karólína Kristjana, Katrín Ant-
onía, Marsilía Margrét, Matthildur Karólína og Vilhelmína Friðrika.
4. Yfirlit um breytingar í nafngiftum Norð-Mýlinga 1703-1845
Nafnval Norð-Mýlinga tók talsverðum breytingum allt þetta tíma-
bil. Fyrst eru hér kvennanöfn sem til voru 1703 en horfin 1845 (feitt
letur og tölur ef 5 eða fleiri báru nafnið 1703):
Germönsk:
Alfríður Eygerður Guðleif Ingiríður Salvör
Ásný Eyvör Gunnvör Jódís Silkisif
Ástdís Fjalldís Hallótta Kolfinna Sunnefa
Bretefa Geirríður Herdís 20 Ljótunn Úlfheiður
Brynhildur Gró Ingigerður Salgerður Valdís