Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 35
JORUNDUR HILMARSSON
Hugleiðingar um Són:
Orðsifjar og myndun*
1.
Orðið Són kemur þrisvar fyrir í Snorra Eddu, og er þar notað sem
heiti á öðru þeirra kera, sem dvergamir Fjalar og Galar höfðu undir
skáldamjöðinn. Ekki er alveg víst, hver var eiginleg merking þessa
orðs, en af notkun þess í kenningum og skáldamáli má ætla, að það
hafi merkt ‘blóð’, eða að svo hafi skáldin skilið það. Þannig segir
Kormákur Ögmundarson í lausavísu (Kock 1946a: 46, lv. 28): Sónar
fress ór sínu — slíðrbeiddu gekk híði\ hér merkir fress ‘bjöm’* 1 eins
og sést af samhenginu (hann gekk úr híði), en Sónar fress er kenning
fyrir ‘sverð’, þ.e. ‘bjöm Sónar’ er að öllum líkindum ‘bjöm blóðs-
ins’. I íslendingadrápu Hauks Valdísarsonar, fimmta erindi (Kock
1946a:262), segir frá því, að Sónar ófnir varð saddur í orrustu. Ófnir
er ‘slanga, ormur’, en Sónar ófnir er kenning fyrir ‘sverð’, þ.e. ‘ormur
Sónar’ er líklega ‘ormur blóðsins’. Vísast er þó, að þessi skilningur
skáldanna tengist því, að skáldamjöðurinn var gerður af blóði Kvasis,
sem áðumefhdir dvergar drápu. Eða, eins og segir í Skáldskaparmál-
um Snorra (Guðni Jónsson 1949:101-102):
þeir ... drápu hann, létu renna blóð hans í tvau ker ok einn ketil, ok
heitir sá Óðrerir, en kerin heita Són og Boðn. Þeir blendu hunangi
við blóðit, ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr
skáld eða fræðamaður
’ Grein þessi er nær samhljóða erindi, sem flutt var á málþingi Islenzka málfræði-
félagsins, laugardaginn 19. nóvember 1988.
1 Fress er nefnt meðal bjamarheita í þulum (Þulur IV cc 1, sjá Kock 1946a: 335).
Gizkað hefur verið á, að bjamarmerkingin sé af því dregin, að ‘fress’ var haft um
jarfann, sbr. no. fjellfras ‘jarfi’. Jarfinn er rándýr af marðarætt, en var í þjóðtrúnni
álitinn afkvæmi bjamarins. (Sjá t.d. Fritzner 1954: 484, Falk og Torp 1960: 473.)