Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 36
34
Jörundur Hilmarsson
2.
Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um uppruna orðsins Són, en
engin þeirra hefur náð almennri hylli. Sú skýring, sem vinsælust er og
orðsifjabækur íslenzku og norrænu telja líklegasta, þó með nokkrum
semingi sé (t.d. de Vries 1962:530 með tilvitnunum), er, að Són sé
að vísu einangrað í norðurgermönsku, en tengist þó vesturgermanskri
orðsift, nafnorðinu *sönö ‘sátt, úrskurður, dómur’, sbr. fhþ. suona,
mlþ. soene, söne, ffrísn. söne, og sögninni *sönian ‘sætta, miðla
málum’, sbr. fhþ. suonen, mlþ. sönen, fsax. (gi)sönian, ffrísn. séna.
í fomri dönsku er reyndar að finna nafnorðið sone ‘sátt, bætur’ og
í norsku sögnina söna ‘setja niður deilur’, en hér er um tökuorð úr
miðlágþýzku að ræða.
Þeir, sem reynt hafa að tengja Són við þessa vesturgermönsku
orðsift, hafa hugsað sér, að gmnnmerking norræna orðsins hafi verið
‘sáttadrykkur’, en reyndar er ekkert, sem bendir til slíkrar merkingar,
hvorki í frásögn Snorra af Són, né í notkun skálda á þessu orði. Þvert
á móti var blóði Kvasis úthellt við griðrof dverganna og saga Sónar
öll blóði drifin og fátt um sættir. Merkingin ‘sáttadrykkur’ er tilbún-
ingur, settur fram í þeim tilgangi einum að auðvelda samtengingu
Sónar við fhþ. suona ‘sátt’ o.s.frv.
Það mælir því gegn tengslum Sónar við þessi vesturgermönsku
orð, að ekki verður í fljótu bragði séð, hvemig þeim tengslum er
háttað merkingarlega. Að vísu var gefið í skyn hér að ofan, að blóð-
merkingin, sem fomskáldin sáu í orðinu Són, kynni að hafa fæðzt af
hugtengslum við goðsögnina um blóð Kvasis í kerinu Són og þyrfti
því ekki að vera upprunaleg. Á hinn bóginn er goðsögnin einmitt eini
flöturinn, sem unnt er að taka á varðandi merkingu þessa orðs. Fyrir
liggja þá tveir kostir. Annar er sá að segja sem svo, að ekkert sé
víst um merkingu Sónar, og því bezt að þegja. Hinn er sá að fylgja
þeirri ábendingu, sem felst í goðsögninni og þreifa sig áfram með
það haldreipi, að þó ekkert sé víst, séu samt nokkrar líkur til þess, að
Són merki ‘blóð’, eða ‘eitthvað, sem tengist blóði’.