Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 37
Hugleiðingar um Són: Orðsifjar og myndun
35
3.
I ýmsum indóevrópskum tungumálum er að finna orð, sem merkja
‘blóð’, en eru óljós að uppruna. Þannig er með *blöda- í germönsku
(ísl. blóð), haima í grísku eða fuil í fomírsku. Þó eru tvö orð —
eða öllu heldur tvær orðsiftir —, sem báðar hafa merkinguna ‘blóð’,
sameiginlegar allmörgum indóevrópskum málum, og er oft að finna
báðar í sama málinu eða í sömu málafjölskyldunni. Vegna mikillar
útbreiðslu þessara orðsifta má ætla, að báðar séu indóevrópskar að
uppruna.
Onnur þeirra er rótin eða stofninn *kreuHi- : *kruHi- og afleiðslu-
orð eins og t.d. s-stofninn *kreuHi-s- eða jo-stofninn *kreuHi-io-.
Grunnmerking þessara orðstofna virðist hafa verið ‘storkið blóð, blóð
utan líkamans’, eiginlega ‘dautt blóð’, eins og sést af hinum ýmsu
fulltrúum þeirra í aðskiljanlegustu málum. Dæmi: avest. xrú- ‘blóðugt
kjötstykki’ (ie. *kruHi-), xruuant- ‘skelfilegur’ = lat. cruentus ‘blóð-
ugur’ (ie. *kruHi-ont-), ksl. kry ‘blóð’ = miðírska crú (ie. *kruHi-s),
gr. kréas ‘kjöt’ = skt. kravís- ‘hrátt kjöt’ (ie. *kreuHi-s), lat. cru-
or ‘storkið blóð, blóð, sem hefur runnið úr sári’ (ie. *kruHi-ös), skt.
kravya- ‘blóðugur’ = lith. kraújas ‘blóð’ (ie. *kreuHi-io-), lettn. kreve
‘storkið blóð, hrúður á sári’ (ie. *kreuHi-jeHi). Sjá nánar um þessa
orðsift hjá Pokomy 1959:621-622.
1 germönsku er þessi orðsift einnig varðveitt. Hér hefur ie. o- stofn-
inn *kreuHi-o- gefið germ. *hrewwa- (við herðingu, þ.e. Holtzmann-
lögmál), sem hugsanlega er að finna í íslenzku í forliðnum hregg- í
merkingunni ‘blautur, hrár’; vrddhi-afleiðsla2 af ie. *kreuHio- gaf ie.
2 Vrddhi eða vrddhi-afleiðsla er málfræðilegt hugtak, sem á rætur sínar að rekja
til indverskra málvísinda, en hefur öðlazt fastan sess í sögulegum málvfsindum Vest-
urlanda. Með vrddhi er átt við, að afleiðsla af tilteknu grunnorði fari fram með þeim
hætti, að grunnorðið er gert tematískt (þ.e. fær stofnviðskeytið *-o-l-e-\ hafi það
verið tematískt fyrir, er litið svo á, að nýtt tema-sérhljóð komi í stað þess, sem fyrir
var), en um leið er fyrsta atkvæði (oftast rótaratkvæði) grunnorðsins hækkað um
eitt hljóðskiptastig. Hafi grunnorðið þar hvarfstig, fær afleiðsluorðið grunnstig, en
hafi grunnorðið grunnstig, fær afieiðsluorðið þanstig. Samfara þessu eru áherzluvíxl
á þann veg, að áherzla afleiðsluorðsins er t' sem mestu andspæni við áherzlu grunn-
orðsins. Sjá nánar Darms 1978, einkum bls. 1-6, um vrddhi-myndanir í germönsku