Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 38
36
Jörundur Hilmarsson
*kriuH2-o~, en sú mynd með þanstigi rótar kom fram í germönsku
sem *hréwa- (þ.e. engin herðing á eftir löngu sérhljóði); þaðan eru
síðan komin orð eins og ísl. hrár (frumnorr. *hröwaz), fe. hréaw,
fhþ. rðo/(h)rö, fsax. hráo, o.fl.
4.
Það má vera ljóst, að Són getur ekki með nokkru móti tengzt ie.
rótinni *kreuH2- ‘(dautt) blóð’. Vænlegri kostir bjóðast, ef litið er
til hins orðstofnsins, sem ýjað var að hér að framan. Hér er um að
ræða ie. *H\ésH2r, sem virðist samkvæmt vitnisburði ólíkra indó-
evrópskra mála hafa haft grunnmerkinguna ‘streymandi blóð, blóð
innan líkamans’, eiginlega ‘lifandi blóð’. Þetta orð var í indóevr-
ópsku tvístofna* 3 hvorugkynsorð, en í því felst, að stofnviðskeyti
sterku fallanna (nefnifalls og þolfalls), sem oftast var *-()r eins og í
*H\ésH2-r ‘blóð’, en stundum *-()/ eins og í *seH2-ul ‘sól’, skiptist
á við *-n- í aukaföllunum. Þetta orð hafði því í nefnifalli og þol-
falli eintölu myndina *H\ésH2-r, en t.d. í eignarfalli eintölu mynd-
ina *H\esH2-n-s. Þessi beyging er varðveitt í hettitísku éshar (ritað
e-es-har) ‘blóð, (einkum) blóð í æðum’, ef.et. es(sa)nas, og í fomind-
versku, með alhæfingu grunnstigs í stað þanstigs í sterku föllunum,
sbr. ved. ásrk ‘blóð, (einkum) streymandi blóð’ (< *H\esH2-r(-g--?)),
ef.et. asnás.
í öðrum málum hefur jöfnun átt sér stað innan beygingardæm-
isins á þann veg, að önnur hvor mynd stofnviðskeytins hefur ver-
ið alhæfð, ýmist *-r- eða eða þá að beygingardæmið hefur
klofnað í tvennt og getið af sér tvo stofna, annan með *-/•-, en
hinn með *-//-. Þannig hefur gríska bara *-/--, og líklega þanstig
rótar (éar ‘blóð, safi’, éar, elar, þ.e. ide. *H\ésH2-r), ef. et. éaros
(fyrir *éatos, þ.e. alhæft þanstig rótar og -a- < *-«-), en armenska
*-r- og grunnstig rótar (ariwn ‘blóð’, þ.e. ie. *H\esH2>' + *-ion-).
Sömuleiðis hefur tokkaríska alhæft *-r- og grunnstig rótar (vest-
og í indóevrópsku.
3 Með tvístofna beygingu er átt við „heteróklítíska bcygingu", sem stundum hefur
verið nefnd á íslenzku „annarleg beyging".