Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 39
Hugleiðingar um Són: Orðsifjar og myndun
37
urtokk. yasar, austurtokk. ysár < samtokk. *yásár ‘blóð’, þ.e. ie.
*H\esH2r). Hins vegar hefur «-viðskeytið verið alhæft í baltnesku
ásamt grunnstigi rótar, sbr. lettn. asins ‘blóð’ et., asinis/asini flt., en
í þolfalli fleirtölu er til mállýzkuorðmyndin asnis, og í austurlettn.
asnis, sem bendir til baltnesks /-stofns *esni- (breytingin *e- > a- í
framstöðu er algeng vegna opins framburðar austurbaltnesks *<?-). í
baltnesku benda slíkir stofnar oft til upprunalegra samhljóðastofna,
þannig að óhætt virðist að álykta, að baltn. *esni- sé fulltrúi eldra
*esn-, þ.e. ie. *H\esH2-n-. Loks eru í latínu varðveitt bæði stofh-
viðskeytin, *-r- og *-n-, en í tveimur ólíkum orðum. Þannig svar-
ar flat. aser ‘blóð’ (asser, assyr) líklega til ie. *H\esH2r (þó að
eitt og annað sé reyndar skrýtið í þessu latneska orði), en sangu-
is ‘blóð, lífsblóð, kraftur’ væri hægt að leiða af ide. *H\sH2n-, þ.e.
stofni með hvarfstigi rótar og viðskeytis, að viðbættu *-g--, sem ef
til vill er einnig að finna í fomindversku ásrk (sbr. hér að fram-
an).
5.
Nú var sagt hér á undan, og tilfærð um það nokkur dæmi, að
indóevrópska orðið, sem merkti ‘streymandi, óstorkið blóð’, hafi haft
myndina *H\ésH2-r í sterku föllunum, en í aukaföllunum, eins og
t.d. eignarfalli, hafi myndin verið *H\esH2-n-s. í þess háttar beyg-
ingardæmi er áherzla föst og bundin við rótaratkvæðið. Þetta veldur
því, að rótin er ýmist í þanstigi eða grannstigi (eða víxlast á milli
o-stigs og e-stigs), en getur aldrei verið í hvarfstigi. Slíkt áherzlu-
mynstur kallast akróstatískt, og mætti e.t.v. þýða sem rótbundið.
Dæmi um annað indóevrópskt hvoragkynsorð með samskonar beyg-
ingu og áherzlumynstri væri *iék?-r ‘lifur’ (sbr. gr. hépar, fomindv.
yákr-t, hið síðara með alhæfðu grunnstigi rótar), ef. et. *iek?-n-s
(sbr. gr. hepatos (með alhæfðu þanstigi rótar, og -a- < *-n-), skt.
yaknás).
Lameska orðið sanguis var hins vegar endurgert með hvarfstigi
bæði rótar og viðskeytis. Hvemig svo sem stendur á g--hljóðinu í
þessu orði, þá er ljóst, að sanguis er hæpið að leiða út frá beygingar-