Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 40
38
Jörundur Hilmarsson
dæmi með rótbundinni áherzlu. Svipaða sögu má segja um hettitíska
aukafallastofninn iSh(a)n- ‘blóð’, sem einnig er með hvarfstig bæði
í rót og viðskeyti, og bendir hann eindregið til indóevrópsks stofhs
*HisH2n-.
6.
í indóevrópsku var hægt að mynda safnheiti (collectivum) af flest-
um hvorugkynsorðum. Þess háttar myndun fór fram við afleiðslu,
en ekki við beygingu. Safnheiti mynduð af samhljóðastofnum höfðu
reglulega g-grunnstig rótar og o-þanstig viðskeytis í nefnifalli og þol-
falli, en hvarfstig rótar, hvarfstig viðskeytis og e-grunnstig endingar í
aukaföllunum. Áherzlan fylgir e-stiginu, þannig að í sterku föllunum
er áherzlan á rót, en í veiku föllunum á endingu. Þess háttar áherzlu-
mynstur, þar sem áherzlan víxlast á milli fyrsta og síðasta atkvæðis
orðsins, er kallað amphikínetískt eða hólókínetískt, sem á íslenzku
gæti kallazt jaðarleitin áherzla.4
Vimisburður hettitísku stofnmyndarinnar iSh(a)n- og hugsanlega
einnig vitnisburður latneska orðsins sanguis, sem bæði hafa hvarfstig
rótar og viðskeytis, bendir til þess, að auk hvorugkynsorðs með rót-
bundinni áherzlu, nf., þf. *H\ésH2-r ~ ef. *H\ésH2-n-s, hafi indóevr-
ópska einnig haft hvorugkynssafnheiti með jaðarleitinni áherzlu, nf.,
þf. *H\ésH2-ör - ef. *H\sH2-n-és.
7.
Germanska hefur ekki varðveitt mörg tvístofna indóevrópsk orð,
enda mun slík orðmyndun hafa verið á undanhaldi þegar á síð-indó-
evrópskum tíma. Þó hafa þau ekki öll verið glötuð í fmmgermönsku,
eins og tvímyndir svo sem ísl. vatn - enska water bera með sér,
sömuleiðis orð eins og físl.fúrr (fýrr) -funi. Ferill þessara síðasttöldu
orða í germönsku er sérlega lærdómsríkur og skiptir nokkm máli fyrir
rétta túlkun á Són.
Orð um eld í hinum ýmsu indóevrópsku tungumálum em af ólíkasta
4 Reyndar er lfklegt, að í jaðarleitnu áherzlumynstri hafi áherzla verið á viðskeyti
í þolfalli eintölu karlkyns- og kvenkynsorða.