Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 41
Hugleiðingar um Són: Orðsifjar og myndun
39
uppruna. Tveir orðstofnar skera sig þó úr, og hafa mesta útbreiðslu.
Annan þeirra mætti e.t.v. endurgera sem ie. *ngnís, en hann er að
baki lat. ignis, skt. agnís, lith. ugnis, ksl. ogni. Hinn, sem varðveitt-
ur er í grísku, armensku, ítalísku, germönsku, baltnesku, slavnesku,
hettitísku og tokkarísku, var tvístofna hvorugkynsorð með framleit-
inni áherzlu, þ.e. e-grunnstigi rótar og hvarfstigi viðskeytis í sterku
föllunum, en hvarfstigi rótar og e-grunnstigi viðskeytis (og hvarfstigi
endingar) í veiku föllunum: nf., þf. *péHi-ur ~ ef. *pHi-uén-s. Þetta
mynstur sést enn glögglega í hettitísku pahhur ‘eldur’ - pahhueni ‘í
eldinum’. í flestum öðrum málum hefur hvarfstig rótar aukafallanna
verið alliæft í sterku föllunum, þannig að í stað gamla nefhifallsins
*péH2ur er komið nýtt *pH^ur, sem varð [^puH^r) reglulega við það,
að barkaopshljóðið hafði sætaskipti við eftirfarandi sónant (en slíkt
gerðist e.t.v. einungis í lokuðu atkvæði). Þessi nýja nefnifallsmynd
gaf reglulega gr. púr og í germönsku *fúr, sem lifði síðan áfram sem
o-stofn í norrænu, sbr. físl. fúrr (fýrr).
Við hlið þessa orðs, sem hafði framleitna áherzlu (fpéH^ur ~ *pH2-
uéns), eru merki þess, að indóevrópska hafi haft safnheiti með jaðar-
leitinni áherzlu, þ.e. ^péH^uör ~ ^pH^unés. Um slíkt mynstur vitnar
gotneska orðið fon ‘eldur’, ef. funins. Ef gert er ráð fyrir því, að í
beygingardæmi ^péH^uör ~ ^pH^unés hafi hvarfstig rótar verið al-
hæft, og það hafi leitt til ^pH^uör ~ ^pH^unés (ath. að barkaops-
hljóð skiptir líklega ekki um stöðu í opnu atkvæði), hefur germanska
erft þessar myndir sem *fwör > *för (barkaopshljóð sérhljóðast ekki
í stöðunni [CHu]) ~ *funiz. í gotnesku komu þær síðan fram sem
*för ~ *funs. Þegar þar var komið sögu, var tvístofna beyging orðin
svo afbrigðileg, að hún varð ekki lengur liðin; -r nefnifallsins varð
því að víkja fyrir -n-i aukafallanna, þannig að *för varð fön. Með
þessu móti var komin fram beygingin fön ~ *funs, en slík beyg-
ing átti sér enga hliðstæðu í gotnesku. Eftirfarandi endurtúlkun fór
þá fram: -n nefhifallsins var túlkað sem viðbót við hinn „eiginlega"
stofn **fö, en víxl stofnanna **fö og *fun- mátti líta á sem sama
eðlis og víxl stofhanna hairtö og hairtin-. Ef fon er þannig túlkað
sem fö + n, þá er skiljanlegt, að n-viðskeyti (í eðlilegu hljóðskipta-