Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 42
40
Jörundur Hilmarsson
stigi) hafi líka verið bætt við aukafallastofninn *fun-, sem þannig varð
funin-.
8.
Ef við hyggjum nú aftur að Són, kemur í ljós, að ferill þess orðs
kann að hafa verið um margt hliðstæður ferli gotneska orðsins fon. Við
getum endurgert hliðstæðar ie. grunnmyndir, annars vegar *H\ésH2Ör
‘blóð’, hins vegar '^péH^uör ‘eldur’; bæði orðin voru hvorugkyns
safnheiti með jaðarleitnu áherzlumynstri. Báðar myndir alhæfa hvarf-
stig rótar fyrir áhrif aukafallanna, breytast þannig í *H\sH2Ör ~ *pH^-
uör, og koma síðan fram í germönsku sem *sör ~ *för. Þegar tvístofna
beygingar líða undir lok, alhæfa báðar myndir -«-ið, sem var stofnvið-
skeyti aukafallanna, og breytast því í *sön - *fön. Það er fyrst þegar
svo langt er komið í sögu þessara orða, að þróun þeirra hættir að
vera alveg hliðstæð. í gotnesku varðveitist fon sem hvorugkynsorð,
en neyðist til að umbreyta orðmyndunarmynstri sínu til samræmis
við ríkjandi mynstur málsins. I norðurgermönsku voru ekki lengur
til neinir einkvæðir hvorugkyns samhljóðastofnar aðrir en *sön. Það
skiptir því um kyn og verður kvenkynsorð til samræmis við aðra
einkvæða samhljóðastofna og fylgir þeim síðan yfir í ö-beygingu í
eintölu, sbr. orð eins og mprk, rpng, brók, rót o.fl.
9.
Niðurstaðan er þá sú, að Són, sem var nafn á keri, sem hafði að
geyma blóð Kvasis í goðsögninni um tilurð skáldamjaðarins, hafi
reyndar haft merkinguna ‘blóð’ eða ‘eitthvað, sem tengist blóði’.
Þessa merkingu lögðu skáldin greinilega í þetta orð og notuðu það
sem slíkt í kenningum. Þessi merking kemur heim og saman við
fomt indóevrópskt orð í sömu merkingu, safnheitið *H] ésH^ör —>
*H\sH20r og hefur þróazt frá þeirri grunnmynd í fomísl. Són á sama
hátt og gotneska orðið fon ‘eldur’ þróaðist af indóevrópska safnheit-
inu ^péH^uör —> ^pH^uör.