Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 47
Um samlögun -R og undanfarandi -l- eða -n-
45
Hér verður að minnast lítillega á aðrar styttingar og samlaganir.
I orðum sem enduðu á -rr, t.d. verr og þjórr, þ.e. með stuttu eða
löngu sérhljóði (tvíhljóði) í stofni, varð -rr —> -r. Ennfremur verður
að geta sérstaklega orðmynda með stuttu sérhljóði eins og 3. persónu
eintölu af lesa, *lesR —> less\ einnig nafnorða eins og yss og þyss. I
þessum orðmyndum hefur orðið stytting: les, ys og þys. í orði eins og
t.d. styrr hlýtur að hafa orðið stytting upphaflega en í nútímamáli má
líta á orðið sem tökuorð úr fomu máli.* * * * * 6 Það sama á þó ekki við um
3. persónu eintölu af vilja, vill, sem er raunar einsdæmi í nútímamáli.
En svo virðist sem samlögun á eftir stuttu stofnatkvæði með áherslu
sé sjaldgæf, sbr. 2. og 3. persónu eintölu af telja, *telR —> telr —>
telur o.fl., enda þótt dæmi séu um slíka samlögun í fomu máli (sbr.
Noreen 1970:358).7
1.2
Sé hins vegar hugað að þeim nafiiorðum og lýsingarorðum sem nú
eru ósamsett og tvíkvæð og enda á -Vnn og -Vll kemur f ljós að þau
eiga það sameiginlegt að þar hefur samlögun orðið í áherslulausu
atkvæði á eftir löngum eða stuttum stofhi; áður hafði áherslulaust
sérhljóð fallið:
athugasemda Ralph (1975). í áherslulausri stöðu getur -m- þó samlagast eftirfarandi
-R (-r), sbr. gestum, öllum o.fl., þ.e. -mR —> -mr —> -mm —> -m. Þetta er svipað þvf
og gerðist í þolfalli fleirtölu t.d., þ.e. daga, sbr. gotnesku dagans: -nR —> -nn —»
-n —> -0, enda þótt breytingin hafi gengið heldur lengra. En í sambandi við -mR
vekja athygli tvímyndir eins og tveim/tveimur, sbr. einnig þeim, og ljóst er að tveim
gæti verið orðið til vegna áhrifsbreytinga frá venjulegu þágufalli þar sem fólki hefur
fundist að þágufall skyldi enda á -m en ekki -ur. Þetta styðja einnig orðmyndir eins
og tveimum og þremum.
6 Orð eins og t.d. kyrr og þurr falla ekki undir það sem hér hefur verið sagt þar
sem í þeim orðum er um stofn að ræða en ekki endingu. Þó verður oft í þeim stytting
°g eru dæmi þess í riti þegar á 16. öld (sbr. Bandle 1956:99). Bjöm K. Þórólfsson
(1925:XXX) segir hins vegar að sá framburður sé vart eldri en frá 18. öld. í orðum
eins og fyrr og verr sem upprunalega eru miðstig og seinna r-ið þvf ending verður
oinnig oft stytting í framburði.
7 I fomu máli em mörg dæmi um tvímyndir veikra og sterkra sagna í 2. og
3. persónu eintölu: tellttelr (telja) og gelllgelr (gala) o.fl. (sbr. Noreen 1970:200,
388).