Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 48
46
Margrét Jónsdóttir
(3) a *himinR
b *fyndinR
c *haimilR
d *þggu!R
—> himinn
—> fyndinn
—> heimill
—> þögull
Þessi samlögun er svipaðs eðlis og í fomafhinu ýmis(s) <— *ýmisR.
1.3
Af því sem hér hefur verið sagt má sjá að í einkvæðum orðum
hefur það gerst að eftir samlögun hafa -s og -r styst í svo til öllum
tilvikum. -/ og -n hafa einnig styst stundum og á það við um orð
af sömu gerð og fugl og botn. Sá hópur sem eftir stendur og verður
athugaður nánar em nafnorð eins og steinn og hóll og lýsingarorð
eins og fínn, grœnn og scell. í þessum nafhorðum og lýsingarorðum
er stofngerðin hin sama: -VR-, þar sem V = langt sérhljóð eða tvíhljóð
og R = l eða n. Tvíkvæðu orðin em eins og himinn,fyndinn eða jökull,
þ.e. áhersluatkvæðið er ýmist stutt eða langt, sbr. líka flúinn.
1.4
Afleiðingar þeirra samlagana sem hér em til umfjöllunar urðu þær
að öll nafnorð af stofngerðinni -VR- sem lýst var hér áðan urðu ein-
kvæð: stóll,fleinn en ekki tvíkvæð: *stólur, *fleinur, hins vegar heim-
ur sem áður hefur verið minnst á, sbr. neðanmálsgrein 5. Því verður
til röð eins og -Vll: stóll, en röð eins og -Vllur getur ekki komið fyrir;
hins vegar -Vlur og -Vllur: dalur og dallur. Það sama á við um orð
með -n: munur, munnur,fleinn. Um samlögun var hins vegar ekki að
ræða í orðum eins og greinir þar sem áherslulausa sérhljóðið tilheyrir
stofni. Meðal lýsingarorða er svipað uppi á teningnum; aldrei verða
til orð eins og *sælur eða *beinur en hins vegar grannur, vanur, gul-
ur, snjallur og fleiri. Sérstaða -m kemur hér einnig fram á sama hátt
og í nafnorðunum, sbr. slœmur annars vegar en sœll og grœnn hins
vegar.