Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 52
50
Margrét Jónsdóttir
than in the thirteenth century. After the mergers and qualitative
changes [...], it becomes more and more difficult to maintain that
the systems are a pair-based relation, and proportionally, it becomes
less likely that the length is analysable as geminateness.
Sé skoðun Kristjáns rétt má lýsa ástandi elsta máls sem svo að
gömul regla hafi verið í dauðateygjunum en ný að ganga í garð og
um tíma hljóta því tvenns konar reglur að hafa verið í gildi.
2.3
Víkjum þá að þeim orðum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Stofn-
gerð einkvæðu orðanna, annarra en fomafna, er þessi:
steinn, hóll, grænn, háll
þar sem V er langt sérhljóð skv. fomum reglum eða tvíhljóð.12 Um er
að ræða áhersluatkvæði, sbr. broddinn, enda þótt sum orðanna komi
nú aðeins fyrir sem seinni hlutar samsettra orða. Sama lýsingin á við
um lýsingarorð og nafnorð og um getur verið að ræða samsett og
ósamsett orð.13
Einkvæðu fomöfnunum sem eru örfá og öll með -n- má lýsa svo:
(7) ’-Vn-: hann, minn
Sé hugað að tvíkvæðum orðum kemur í ljós að lýsa má orðunum
þannig:
12 í nútímamáli er dæmi um stutt hljóö í orðinu hvoll en þar hefur orðið stytting
úr hváll. Með stuttu hljóði er líka lýsingarorðið (tökuorðið) penn sem hefði átt að
verða *penur. Hvemig á þessu stendur er erfitt að skýra.
13 í fomu máli var sögnin skína skínn (<- *skínr <- *skínR) f 3. persónu eintölu
í nútíð og var svo fram á 14. öld skv. orðum Finns Jónssonar (1908:41) en þá varð
stytting, skín, sbr. einnig dvína - dvín, hrína - hrín, svo og orð eins og íss, stórr o.fl.
Af orðum Bandles (1956:99-100) virðist hins vegar mega ráða að t' lok 16. aldar
hafi foma orðmyndin verið enn við lýði við hlið þeirrar nýrri.