Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 53
Um samlögun -R og undanfarandi -l- eða -n-
51
þar sem ‘ táknar áhersluleysi. Sem dæmi um orð sem hér eiga heima
má nefna himinn, aftann, drottinn (dróttinn)', feiminn,fyndinn, söngv-
inn, flúinn) ferill, meitill, sendill, möndull, þögull, lítill, hverfull. Svo
virðist sem þau orð sem enda á -/ hafi aldrei fleiri en tvö samhljóð á
eftir sérhljóði í stofni. Áherslulausa sérhljóðið er stutt.14
Til beggja hópanna teljast eiginnöfn, sbr. Brjánn, Páll, Héðinn,
Vífill svo og Þórarinn sem er þríkvætt. Þorkell er samsett þar sem
síðari liðurinn, -kell, er orðinn til úr -ketill.15
2.4
Svo gæti virst sem orð eins og t.d. steinn og hóll, himinn og fyndinn
eigi fátt sameiginlegt. En sé gert ráð fyrir því að í íslensku hafi
langt sérhljóð jafngilt samsvarandi tveimur stuttum hljóðum má lýsa
sérhljóðinu t.d. í orðinu hóll sem svo:
(9) -’V‘V-
þ.e. áherslan fellur á fyrri móruna en sú síðari verður áherslulaus.
Þannig má einnig lýsa lýsingarorði eins og grænn og nafnorðum og
lýsingarorðum með tvíhljóði: steinn og heill. í orðum með stutt sér-
14 Athuga má hér að orð eins og vesœll er endurtúlkun á vesall. En hér er einnig
rétt að minnast á hin fjölmörgu tökuorð sem um margt minna á þau orð sem hér
hafa verið til umfjöllunar. En tekið skal fram að ekki verður gerð nein tilraun til
nokkurrar skýringar á þeim. Af þessum orðum má annars vegar nefna: aðmíráll,
barón, kalkún(n), konsúll, kumpán, makríll o.fl. o.fl; hins vegar dívan, Satan og
sópran auk margra fleiri. Orð eins og grammófónn og kapteinn haga sér eins og um
samsett orð sé að ræða og svo er raunar um fleiri, t.d. kalkúnn (a.m.k. í máli sumra),
aðmíráll o.fl. En þess ber einnig að geta að til er fjöldi tökuorða sem alveg falla að
hljóðkerfinu, sbr. t.d. bíll, stœll, klénn o.fl.
15 Hér verður að minnast á eiginnafnið Jón sem er stytting úr Jóhann, Jóhannes
(sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:433). Jón var (a.m.k. stundum) í elsta máli
Jóan (sbr. Sveinbjöm Egilsson 1966:329). Gera má ráð fyrir að Jóan hafi orðið Jón
með samdrætti en það skýrir ekki hvers vegna útkoman varð ekki *Jónn með löngu
n-i sem svo síðar hefði verið borið fram með -dn.
Hér verður einnig að geta ýmissa eiginnafna sem ekki verður hirt um að ræða
nú. Má þar nefna Anton, Hákon, Hálfdan, Jónatan, Kjartan, Kristján og Stefán auk
ýmissa fleiri.