Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 55
Um samlögun -R og undanfarandi -l- eÖa -n- 53
stutt- og langstofna orða mismunandi að því er varðar stofhendingar
og þar með beygingarflokka svo að dæmi séu nefnd. Því lentu hvor
í sínum flokki t.d. í gotnesku sem og öðrum fomgermönskum mál-
um sagnir eins og taljan (stuttstofn) og dömjan (langstofn). Þennan
flokkamun má m.a. sjá í ýmsum nútíðarformum, t.d. 2. persónu ein-
tölu: taljis (telur): dömeis (dæmir). Þetta sama á við um nafnorð og
lýsingarorð. En þessi flokkun í lang- og stuttstofna nær í gotnesku t.d.
einnig til sagna eins og mikiljan sem lendir með langstofnum þar sem
í stofhi er um tvö (stutt) atkvæði að ræða; mómmar em tvær.16 Hér
virðast því tvö stutt atkvæði eða tvær mómr jafngilda einu löngu at-
kvæði, annaðhvort með löngu sérhljóði eða stuttu sérhljóði og tveimur
samhljóðum. Þetta sama kemur víðar fram í gotnesku. T.d. er rag-
ineis (tvö stutt atkvæði í stofhi) /h-stofn, þ.e. langstofn, á sama hátt
og hairdeis (langt stofnatkvæði, þ.e. stutt sérhljóð og tveir samhljóð-
ar); aftur á móti telst harjis til stuttstofna, y'ö-stofn, þar sem í stofni er
aðeins eitt stutt atkvæði. Meðal kvenkyns n-stofna sem enda á -ei eins
og t.d. managei virðist sama regla vera í gildi; þar em langflest orð-
anna einkvæðir langstofnar en mörg eru líka tvíkvæðir stuttstofnar.
Aðeins örfá eru einkvæðir stuttstofnar eins og t.d. marei. Hér kemur
því fram sama skipting og í fomum íslenskum kveðskap.17
2.6
Af því sem hér hefur verið sagt má sjá að í íslensku og gotnesku
má finna nokkra staðfestingu á því að þessi mál hafi verið mómmál
og t.d. að því er varðar íslensku að sá þáttur hafi varðveist fram
um 1200, sbr. 2.2. Ýmislegt í fomensku t.d. bendir raunar til þess
16 Raunar er aðeins eitt öruggt dæmi um mikiljan sem sýnir að um hegðun lang-
stofns er að ræða. í L 1,46 stendur: jah qaþ Mariam: mikileid saiwala meina fraujan.
Sama má segja um riqizjan. í Mk 13,24 segir: akei in jainans dagans afar þo aglon
jairta sauil riqizeid jah ...Væri um stuttstofna að ræða hefði staðið * *mikiljid og
*riqizjid. í handbókum er glitmunjan einnig flokkuð með langstofnum en um þá
sögn er aðeins eitt dæmi (Mk 9,3) sem ekki sker úr um neitt. Dæmin eru öll úr
útgáfu Streitberg (1950).
17 Ýmislegt af því sem hér er sagt má einnig finna í Lehmann (1955), Vennemann
0971) og Beade (1972).