Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 56
54
Margrét Jónsdóttir
sama, þ.e. að um mórumál hafi verið að ræða.18 Má þar einkum
nefna dreifingu fleirtölumorfema hvorugkyns M-stofha, nafnorða og
lýsingarorða, enda þótt mórur skýri þar alls ekki allan vandann og
sumt verði að skýra í Ijósi atkvæðafjölda.19 En í framhaldi af þessu
má spyrja hvort í fomensku sé ekki um leifar foms germansks arfs
að ræða; að samgermanska hafi verið mómmál en sá siður hafi lagst
af og sú uppstokkun hafi orðið að talin séu atkvæði, rétt eins og í
íslensku.
3. LokaorO
Hér hefur verið reynt að skýra gamalkunnungt vandamál úr ís-
lenskri málsögu á annan hátt en hingað til hefur verið gert enda þótt
skýringar sé leitað í þekktu fyrirbæri, þ.e. að skýra megi samlögun-
ina í orðum eins og steinn, háll, himinn og jökull með viðmiðun við
mómfjölda. Af því sem hér hefur verið rakið virðist mega ætla að
það viðhorf sé ekki ólíklegt til að varpa skarpara ljósi á þau fyrirbæri
sem hér hafa verið rædd.
HEIMILDIR
Anderson, Stephen R. 1985. Phonology in the Twentieth Century. Theories of Rules
and Theories of Representations. The University of Chicago Press, Chicago and
London.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykja-
vík.
Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Orthographie und Laute.
Formen. Ejnar Munksgaard, Kopenhagen.
Beade, Pedro. 1972. Sievers’ Law in Gothic and Other Related Matters. Lingua 30:
449-459.
Bjöm K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar
þeirra úr fornmálinu. Með viðauka um nýjungar í orðmyndum á 16. öld og
síðar. Fjelagsprentsmiðjan, Reykjavík.
18 Vachek (1959:446) leggur á það áherslu að í fomensku haíi langt sérhljóð
jafngilt tveimur stuttum, þ.e. hann gengur út frá mómm. Það sama kemur fram hjá
Lass og Anderson (1975:6) og raunar víðar.
19 í fomsaxnesku er við mörg svipuð vandamál að gli'ma. T.d. má skýra hluta af
dreifingu endinganna -an og -nal-ana í lo. þf. et. kk. út frá mórutalningu.