Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 60
58
Margrét Jónsdóttir
né heldur hvort og þá hvaða atriði einkenni hvem flokk, hvað það er
sem t.d. ræður vali fleirtöluendingar sem oftsinnis er þó fyrirsegjan-
leg, t.d. vegna viðskeytis eða vegna -ö- í stofni í nefnifalli eintölu.
Ekki er heldur spurt hvort tökuorð fari einhverja tiltekna leið. Svona
mætti lengi telja. Eini höfundurinn sem minnist lítillega á samband
fleirtöluforms og stofngerðar er Eiríkur Rögnvaldsson (1986:92-94)
í kennslubók sinni íslensk orðhlutafræði. Um einkvæð kvenkynsorð
af þeirri gerð sem hér um ræðir segir hann (bls.93):2
Þá fá orð með -ð í bakstöðu ýmist -ar eða -ir, en þar virðist skipta
máli hvaða sérhljóð er í stofni; ef það er uppmælt, er endingin
yfirleitt -ir (lóð, súð). Flest orð með stofn sem endar á -í fá -ir (
rós, krús, dós, gœs; þó ekki flís). Orð með uppmæltu sérhljóði +
n virðast yfirleitt fá -ir ( von, brún). Fleiri reglur má eflaust finna,
en eitthvað heldur þó áfram að vera óreglulegt;þannig hafa nál og
skál -ar-ít., en sól og sál -ir.
Áður hafði Noreen vikið að sama atriði að því er varðar fommálið
án þess þó að greina í sundur orð eftir fjölda samhljóða í stofni
(1970:269):
Wie qxI ... gehen die meisten aisl.-anorw. feminina, z.b. sorg ...,
þgkk ..., bes. viele auf -d, -þ, -t, -n, wie vídd ..., tíþ ..., dþþ ...,
sótt ..., norn ... sowie alle auf -on ... und -kunn
Nánar verður vikið að þessum orðum í 2.3.3
2 í nýjustu útgáfu bókar hans (1990:84) er þessi kafli breyttur. Þar segir:
Því má bæta við að orð sem hafa ö (stofni fá alltaf -i'r-ft., nema þau sem hafa -önC\
... Fleiri reglur má eflaust finna, en eitthvað heldur þó áfram að vera óreglulegt;
þannig hafa nál og skál -ar-ft., en sál -ir; tíð, hurð o.fl. geta bæði fengið -ar og
-//■-fleirtölu; o.s.frv.
3 Nauðsynlegt er að gera grein fyrir nokkrum sögulegum þáttum þessa máls.
Skv. rannsóknum Haralds Bjorvands (1970/1972) voru ö-stofnar langstærsti hópur
sterkra kvenkynsnafnorða skv. uppruna; einkvæð i'-stofna orð voru mun færri og fæst
orð tilheyrðu samhljóðastofnum. Nokkur kvenkynsorð teljast einnig upprunalega til
w-stofna en hafa öll nema hönd (f eintölu) yfirgefið hópinn. Flestir aðrir fræðimenn
hafa hins vegar talið að f-stofna orð hafi verið miklu fleiri en þau orð sem tilheyrðu
ö-stofnum.