Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 64
62
Margrét Jónsdóttir
þél. þél er sjaldgæft orð og er skv. OM í fleirtölu þéljar eða þjalir,
þ.e. fallin saman við fleirtölu orðsins þjöl. Óhætt er að fullyrða að
fyrmefnda fleirtalan er aldrei notuð.
4) -u- Orð með -u- í stofhi eru örfá og afar sjaldgæf: fuð, í fleirtölu
fuðar, skuð, í fleirtölu skuðir, hvort tveggja skv. OM.
5) -ú- Öll orð með -ú- í stofhi mynda fleirtölu með -ir: búð, húð,
krús, súð, regnskúrf Orð með -úð í seinni lið mynda alltaf fleirtölu
með -ir: ástúð, úlfúð; einnig lús í samsetningunni hungurlús. Orðið
rún er nú alltaf rúnir í fleirtölu. Engin dæmi eru um orð úr nútíðarmáli
með -ar.
6) -o- Öll orð með -o- í stofni mynda fleirtölu með -ir: kvos, skor,
snoðir, voð, von o.fl.9
7) -ö-l-a- Sú regla er algild í íslensku nú að einkvæð orð með -ö-
og eitt samhljóð í stofni í nefnifalli mynda fleirtölu með -ir og breyta
-ö- í -a-: gjöf-gjafir.'0
8) -ei-þey- Mjög mörg orð af þeirri gerð sem hér um ræðir em
með -ei- í stofni. Langflest mynda fleirtölu með -ar, miklu færri með
-ir og er fleirtala þeirra orða stundum á reiki.
Orðin beit, leið, leit, sveit em einu algengu orðin sem alltaf mynda
fleirtölu með -ir. Orðið skeið er langoftast í fleirtölu skeiðar enda
þótt /r-fleirtala sé til. Hún er þá bundin sjaldgæfari merkingum orðs-
ins.* 11 grein er nú alltaf greinar í fleirtölu og reið sem oftast er
notað í samsetta orðinu bifreið er nú langoftast í fleirtölu bifreið-
ar, sbr. líka burtreiðar. Önnur orð með -ei- í stofni em alltaf með
-ar í fleirtölu: dreif, greip, hreif, leif, neip, reim, -rein, sleif, veig
o.fl.
8 skúr er til í fleirtölu með -ar, skúrar, en er þá alltaf karlkyns.
9 Úr fomu máli eru dæmi um ar- fleirtölu: forar, skorar.
10 Skv. orðabókum er fleirtala orðsins löt latar, þ.e. orðið sem að öllum líkindum
er eingöngu bundið við sambandið aÖ vera til latanna, hefur varðveitt foma ö-stofna
endingu. Þetta samband er afar sjaldgæft og athuga verður að í orðasambandinu sjálfu
kemur ekki fram það fall sem hér skiptir máli; því er fleirtöluupplýsingin vafasöm.
11 í rannsókn á máli bama sem gerð verður grein fyrir í 2.6 kemur fram að
fleirtalan skeiöir kom aðeins einu sinni fyrir í máli 12 fullorðinna og þá í merkingunni
‘matskeið’ (sbr. Framburöur og myndun fieiriölu... 1986:118, 136).