Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 65
Um ir- og ar-fleirtölu einkvœöra kvenkynsoröa í íslensku 63
-ey- Orð með -ey- í stoftii eru örfá. Þau mynda fleirtölu með -jar,
sbr. ey, mær (? mey), með -ar, sbr. seyl, en neyÖ með -ir, neyöir.
9) -au- Mun fleiri orð með -au- í stofni mynda fleirtölu með -ir en
með -ar. Með -ir: baun, braut, flautir, laut, raun, þraut. Orðið klauf
er í fleirtölu klaufir (á dýrum) en klaufar þegar rætt er um fatnað:
buxnaklaufar. Orðin flaug, laug, rauf, taug mynda alltaf fleirtölu með
-tfr; einnig þaul, sbr. orðasambandið að spyrja í þaular (eða þaula
(karlkyn)).
10) -œ- Orð með -œ- í stofni eru fá. Fleirtölu með -ir mynda með
vissu: bœn, fœÖ, hœÖ, smœð. ÆÖ er eina algenga orðið sem myndar
fleirtölu með -ar;12 einnig œs sem svo til eingöngu notað í samband-
inu út í æsar en OM gefur báðar fleirtölumyndimar. Orðið dæl er
skv. orðabókum í fleirtölu dælar.
11) -ó- Svo til öll orð með -ó- í stofni mynda fleirtölu með -ir:
dós, drós, rós, sjón, snót (en nót-nætur), sól o.fl.; einnig jón13 og
samsettu orðin milljón og billjón. Skv. Orðabók um slangur er fleir-
tala orðsins kók kókir14 Eina algenga orðið með ar-fleirtölu er ól; stó
er í fleirtölu stóar eða stór og dróg drógar eða drógir. Tvö síðast-
nefhdu orðin eru sjaldgæf. Dæmi eru um að orðið órar sé notað í
kvenkyni.
12) -á- Langflest orð með -á- í stofni mynda fleirtölu með -ir: áflr,
bráð, brák, dáð, krás, náð, rák, rás, skák, skán o.fl. Með -ar mynda
hins vegar alltaf fleirtölu orðin ár, lág, nál, tág og tálar o.fl.
Orðin sál og skál eru nokkuð sérstök og eru dæmi um tvenns konar
fleirtöiu í nútímamáli. í algengustu merkingu orðsins sál er fleirtalan
alltaf sálir. í merkingunum ‘skinnpoki’ og ‘hjarta’ er skv. orðabókum
12 Orðið ceð er að uppruna /'-stofn. Til var einnig sömu merkingar orðið œður,
'o-stofn. Það gæti hafa hjálpað til að fleirtalan varð œðar þar sem upprunalegir
'ö-stofnar mynda alltaf fleirtölu með -ar.
jón er í Blöndalsviðbæti og OM (frumútgáfu) í hvorugkyni.
\Vurzel víkur einmitt að þessu orði f einni greina sinna (1987:632, 641) þar
sem hann veltir fyrir sér fleirtölunni. Hann skýrir hana með tilliti til mörkunar, þ.e.
o'-endingin sé ómörkuð (vegna tíðni) en ar-endingin mörkuð. Nánar verður vikið að
þessum hugtökum og skoðunum Wurzel 3. hluta. í samræmi við skoðun sína víkur
Wurzel ekki að hugsanlegri fleirtölu, *kœkur.