Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 70
68
Margrét Jónsdóttir
2.5
Eins og sjá má af þeim orðum sem hér hafa verið nefnd er ljóst
að þau eru ýmissar gerðar. Þau sem alltaf mynda fleirtölu með -ar
eru öll nema eitt með ókringt og frammælt sérhljóð í stofni. Öfgar
er undantekning með kringt og frammælt sérhljóð. Af þeim orðum
sem ýmist mynda fleirtölu með -ar eða -ir eru flest með ókringt og
frammælt stofnsérhljóð.
Sé hugað að samhljóðunum virðist svo sem þau gefi minni vísbend-
ingar en sérhljóðin. Þó má benda á að flest enda -ar-orðin á tann- eða
tannbergsmæltum hljóðum. Það á jafnt við um þau orð sem alltaf eru
með -ar í fleirtölu og þau sem ýmist mynda fleirtölu með -ar eða -ir.
En hér verður að hafa í huga að um mjög fá orð er að ræða og við
hlið margra þessara orða eru orð af sömu gerð og sem alltaf mynda
fleirtölu með -ir. Líklegast er þó að í sumum tilvikum, t.d. í orðum
með -ö- í stofni, ráði sérhljóðið ferðinni. Þannig eru mörg orð með
-Cn- í stofni sem mynda fleirtölu með -ir. Þar með eru orð með -nn-
sem öll eru með -ö- í stofni (þó ekki orð eins og tönrí). Orðið kinn
er hins vegar eitt sér. Við hlið orðsins lend er vend, sjaldgæft orð,
sem skv. OM myndar fleirtölu með -ir. Mörg orð með -nd- í stofni
mynda hins vegar fleirtölu með -ir. Við hlið orðsins síld er t.d. hvíld,
í fleirtölu hvíldir. Til er fjöldi orða með röðinni -Id og flest mynda
þau fleirtölu með -ir. Orð með -Cð- í stofni mynda flest fleirtölu með
-ir. Þar með eru talin orð með röðinni -rð-: hirð, stœrð o.fl. Við hlið
orðanna rest og rist eru nokkur orð, t.d. lest, pest, vist o.fl. sem öll
mynda fleirtölu með -ir. Orð með röðinni -Cm- eru fátíð og við hlið
orðanna skálm og meiðmar er ekkert orð að finna. Það sama má segja
um ufs. Við hlið orðsins kvísl er písl sem í fleirtölu er píslir. Visk er
eitt sér, sömuleiðis spelk; hins vegar ósk, í fleirtölu óskir. Við hlið
orðsins kverk eru nokkur orð með sömu samhljóðum en alltaf með
Nýlega heyrðist í útvarpi fieirtalan deildar af deild. Svona mætti lengi telja. Hér má
geta þess að í fyrmefndri könnun á bamamáli og sagt verður frá í 2.6 sögðu 28%
sex ára bama að fleirtala orðsins hurð væri hurðar og rúmlega 46% yngri bamanna,
fjögurra ára, töldu að fleirtalan væri hurðar. Og um hurð segir í skýrslunni að tíðni
fleirtölunnar hurðar megi skýra með því að slík fleirtala hljóti að vera þekkt í máli
fullorðinna. (Sbr. Framburður og myndun fleirtölu... 1986: 135, 141.)