Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 71
Um ir- og ar-fleirtölu einkvœðra kvenkynsorða í íslensku 69
-ö-. Með -ft- eru mörg orð: nift, skrift, snift sem öll mynda fleirtölu
með -ir; hins vegar klyftarl-ir og stift.
Engar beinar niðurstöður er hægt að draga af því sem hér hefur
komið fram aðrar en þær að segja má að stundum hafi tilviljun valdið
því að orðin fengu ar-fleirtölu. Hugsanlegt er þó að undanskilja þau
orð sem eingöngu eða oftast eru notuð í fleirtölu þar sem e.t.v. má
álykta sem svo að sú notkun valdi því fom fleirtala hafi haldist.* 1 2 3 4 5 * * * * * * * * * * * * * 19
19 Fleiri kvenkynsorð mynda fleirtölu með -ar en þau sem hér hafa verið talin.
Þau eru langoftast tvíkvæð og það er yfirleitt eitthvað í gerð þeirra og eða beygingu
sem vísar veginn í sambandi við fleirtölumyndunina.
1) Orð sem enda á viðskeytinu -Vng: drottning, kerling, sýning.
2) Orð sem enda á -ur í nefnifalli eintölu og -rar í eignarfalli eintölu (orð með
stofnlægu -r); gimbur, lifur, vinstur.
3) Orð sem enda á -/ í nefnifalli eintölu og -ar í eignarfalli eintölu (gamlir iö-
stofnar); festi, helgi, meri.
4) Flest orð sem enda á -ur í nefnifalli eintölu og -ar í eignarfalli eintölu (gamlir
/ö-stofnar); elfur, reyður.
5) Einkvæð orð sem mynda eignarfalli eintölu með því að bæta -j- eða -v - fyr-
ir framan endinguna. -j- og -v- varðveitast einnig í fleirtölu: stöð - stöðvar,
egg-eggjar.
Þær reglur sem fram koma í 1) og 2) eru undantekningarlausar. Eins og fram
kemur í 3) er þar um gamla /ö-stofna að ræða. Eignarfallsendingin verður að fylgja
því að annars lentu í þennan flokk orð eins og keppni og gleði, þ.e. orð sem enda
á -/ í nefnifalli og eru óbeygjanleg í eintölu. Þau orð mynda fleirtölu með -ir. Eitt
óbeygjanlegt orð myndar fleirtölu með -ar: lygi. Þau orð sem 4) á við varða gamla
/ö-stofna. Þessi orð eru örfá og stundum er til /r-fleirtala við hlið þeirra, sbr. gýgur,
í fleirtölu gýgir. Hins vegar gera orð eins og brúður og unnur (gamlir i-stofnar)
alhæfingu ómögulega þannig að um sé að ræða öll kvenkynsorð sem enda á -ur í
nefnifalli eintölu. Orðin í 3) og 4) eiga það sameiginlegt að hafa öll sömu endingu
í þolfalli og þágufalli eintölu.
Gamlir wö- ogyö-stofnar eru erfiðir viðfangs og verður að þekkja eignarfall eintölu
til að geta sagt fyrir um fleirtöluna. Einfaldari lýsingu mætti ná með því að gera
ráð fyrir því að -j- og -v- tilheyrðu stofni en féllu brott við tiltekin skilyrði, þ.e.
eftir að tilteknar hljóðkerfisreglur hefðu virkað (sbr. Friðrik Magnússon. 1984:49).
Það sama ætti þá við um fleiri orðahópa. Þessi orð eru hins vegar örfá og hafa
mörg þeirra yfirgefið hópinn. Og í sambandi við þessa tvo tilteknu stofna verður
að ítreka það sem sagði í upphafi að hér er einungis verið að fjalla um vensl í
yfirborðsgerð.