Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 73
Um ir- og ar-fleirtölu einkvœðra kvenkynsorða í íslensku 71
tæplega helmingi fjögurra ára bama. Við sex ára aldur hefur þess-
um bömum fækkað; jafnframt hefur þeim bömum fækkað sem telja
fleirtöluna eins og eintöluna en þá telja 50,3% bamanna að fleir-
talan sé mynduð með -ir. Svo virðist sem þetta komi höfundum á
óvart og raunar segir (bls. 141) að af tíðni þessarar myndar megi
álykta sem svo að hún komi einnig fyrir í máli fullorðinna. Hvort
svo er er ekki vitað en benda má á að mun fleiri orð með -á- í
stofni mynda fleirtölu með -ir en með -ar. Við sex ára aldur er
fleirtala orðsins sól sólir í máli tæplega 50% bamanna en yfir 30%
þeirra telja þó fleirtöluna myndaða með -ar eins og við er að bú-
ast.
Sá galli er á þessari athugun að aðeins vom athuguð tvö einkvæð
orð með tveimur samhljóðum á eftir stofnsérhljóði, hurð og töng. Að
því er varðar fyrmefnda orðið sögðu tæplega 69% sex ára bama að
fleirtala orðsins hurð væri hurðir en 28% sögðu hins vegar hurðar,
tæp 4% sögðu hins vegar að fleirtalan væri eins og eintalan. í máli
yngri bamanna töldu hins vegar rúmlega 46% að fleirtalan væri hurð-
ar en tæplega 27% að fleirtalan væri hurðir. Rúmlega 26% töldu að
eintala og fleirtala væm eins. Áður, í neðanmálsgrein 18, var vitnað
til orða skýrsluhöfunda um þetta orð. (Sbr. Framburður og myndun
fleirtölu... 1986:135.)
Nokkur bullorð vom einnig athuguð. *Híf er í fleirtölu *hífar í máli
rúmlega 44% bama við sex ára aldur en mjög fá telja að fleirtalan
sé mynduð með -ir. Það vekur einnig athygli hve mörg böm telja að
fleirtalan sé eins og eintalan eða mynduð með -ur. Seinni niðurstaðan
er þó e.t.v. skiljanleg í ljósi þess að mörg þeirra orða sem mynda
fleirtölu með -ur em með þanið sérhljóð, í stofni, sbr. 2.7 og
2.1 2). Fleirtalan af *bús og *gros vefst nokkuð fyrir bömunum.
Enda þótt mörg myndi þá fleirtölu sem við er að búast, þ.e. með
-ir, og sá hópur sé stærri meðal sex ára bama, er athyglisvert hve
oft bömin telja að fleirtalan sé með -ar, við fjögurra ára aldur em
þó þau miklu fleiri en síðar og á það einkum við um *gros. En
þess ber líka að geta að flest bamanna telja að fleirtalan sé eins og
eintalan, þ.e. að um sé að ræða hvomgkynsorð enda er orðasafnsmynd