Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 75
Um ir- og ar-fleirtölu einkvœöra kvenkynsorða í íslensku 73
2.7
Hér hefur verið gerð grein fyrir tveim hópum einkvæðra sterkra
kvenkynsnafhorða sem mynda fleirtölu með -ar og -ir. En fleiri orð
fylla þennan flokk og eru þau ýmissar gerðar, fæst þó einkvæð. En
auk þess mynda allmörg orð fleirtölu með -r eða -ur og þarfhast þau
nánari greinargerðar.
Þessi örð eru einkvæð og með stofngerðina -V(C) eða -VCC(C) og
ættu því að falla undir þær reglur sem áður hafa verið kynntar. Oft
verður einnig hljóðvarp í stofni. Fleirtala margra þessara orða er ekki
fyrirsegjanleg og verður því að lærast; á þau verður því að líta sem
hverja aðra óreglu.
Orðin ey og kví mynda fleirtölu með -ar. Hins vegar mynda flest
orð sem enda á (-) á fleirtölu með -r: á, skrá. Sum þessara orða
mynda þó fleirtölu með hljóðvarpi auk -r, sbr. rá, tá. Það sama má
segja um flest orð sem enda á -ó og -ú: þró, brú. Hins vegar ekki
tó og frú. Hér er því töluvert um óreglu sem verður að lærast. Fyrir
þeirri óreglu verður ekki gerð nánari grein hér.
Algengt er að orð af gerðinni -VC sem hafa þanið sérhljóð eða
tvíhljóð í stofni og enda á -t eða -k myndi fleirtölu með -ur og hljóð-
varpi ef hægt er: geit, vík, bók, nót, gát o.fl.22 Þetta er þó ekki algilt,
sbr. snót-snótir, kók-kókir en ekki *kœkur. Þanið sérhljóð eða tví-
hljóð er þó ekki skilyrði fyrir wr-fleirtölu: dul-dulur. Orðið nótt er
sérstætt vegna einföldunar á samhljóði í fleirtölu: ncetur, það er þó
ekki einstakt, sbr. dóttir-dæturP
Orð af gerðinni -önC geta myndað fleirtölu með -ur og með því
að breyta -ö- í rönd, spöng, strönd o.fl. Sum þessara orða geta
sömuleiðis myndað fleirtölu með -ir: randir, spangir, strandir o.fl.
Þetta er þó ekki algilt; sé orðið forhönd í fleirtölu er það forhandir.
22 Knudsen (1967:16) telur að orð eins og brík, flík o.fl. annars vegar og röng,
stöng o.fl. hins vegar hafi hópast saman í flokk af formlegum (hljóðlegum) örsökum.
23 Hér verður ekki fjallað frekar um frændsemisorðin svokölluðu í kvenkyni. Þau
orð hljóta að lenda í óreglumengi. Ekki verður heldur frekar fjallað um hljóðverpta
og óhljóðverpta fleirtölu nokkurra óreglulegra orða eins og lús, mús og ær.