Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 89
Málstol og málfrœðistol
87
hinni málfræðilegu hlið þessa málfræðistols. Þessi almenni inngang-
ur er í 1. kafla og þar koma við sögu fjórir íslenskir málhafar sem
hafa orðið fyrir málstoli, þau Eyvi, Dedda, Kiddi og Togga. í 2. kafla
er svo fjallað nánar um málfræðistol og málfarsleg einkenni Kidda
og Toggu, en þau hafa bæði snert af málfræðistoli þótt á misháu
stigi sé. í lok þess kafla eru íslensku gögnin borin að tveim ólíkum
kenningum um eðli málfræðistols, einkum að því er varðar beyginga-
fræðilegar villur. Þessar kenningar eru kallaðar brottfallskenningin
°g umskiptakenningin. Þær beygingarvillur sem íslensku sjúkling-
arnir gera samrýmast ekki brottfallskenningunni, en hún er í sem
stystu máli á þá leið að málfræðistola sjúklingar felli niður beyging-
arendingar, líkt og þeir fella niður ýmis smáorð, og notist einkum við
stofhmyndir merkingarríkra orða eins og nafnorða og sagna. Loks er
velt upp nokkrum spumingum í 3. kafla varðandi það hvað þetta efni
getur sagt okkur um eðli málkunnáttunnar almennt. Beygingarvillur
Kidda og Toggu eru skoðaðar í ljósi beygingafræði af því tagi sem
finna má m.a. í kennsluriti Eiríks Rögnvaldssonar (1990) og því hald-
ið fram að þær séu í samræmi við það sem búast mætti við samkvæmt
slíku líkani. í þeim kafla er svo að finna lokaorð og ábendingar um
frekari rannsóknarleiðir á þessu sviði.
1* Heilinn, heilaskaðar, málsvæði og málstol
1.0
í þessum kafla verður fyrst fjallað svolítið um verkaskiptingu heila-
stöðva almennt, síðan um heilaskaða og málsvæði, og loks verður
gerð almenn grein fyrir megineinkennum tveggja algengra tegunda af
málstoli, annars vegar skerðingu á málskilningi og hins vegar skertum
hæfileika til mállegrar tjáningar.
1.1 Heilinn, heilaskaðar og málsvœði
Menn hafa lengi vitað að heilinn er merkilegt líffæri og þekkingu
manna á honum fleygir sífellt fram með nýrri rannsóknatækni. Hér
er auðvitað ekki ástæða til að fjalla mikið um heilann almennt. Hins
vegar má minna á að hann skiptist í tvo hluta eða hvel, hægra og