Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 96
94
Sigríður Magnúsdóttir og Höskuldur Þráinsson
staddur því allar umræður um eðli fötlunarinnar og þau verkefni sem
sjúklingunum er ætlað að vinna hljóma eins og framandi tungumál
fyrir hann.
1.2.2 Skert máltjáning
Sú tegund málstols sem gjama er kennd við Paul Broca lýsir sér
fyrst og fremst þannig að máltjáningin er skert. Sjúklingamir eiga
erfitt með að tala þótt ekkert sé athugavert við talfærin sjálf. Fram-
burður er oft stirður, talið hikandi og kemur í smágusum. Hljóðin
í orðunum brenglast og hrynjandi verður oft óeðlileg. Setningamar
em gjama stuttar og einfaldar að gerð, setningagerðin jafnvel röng
að einhverju leyti. Notkun smáorða eins og forsetninga, tenginga og
greinis (í þeim málum þar sem hann er laus) er stundum á reiki og
beygingar geta farið úr skorðum. Þá nota málhafamir gjama ómerkt
form, t.d. nafhhætti af sögnum í stað beygðra mynda. Þegar málfræð-
inni er ábótavant á þennan hátt er talað um málfræðistol, eins og áður
var nefnt.
Til glöggvunar skulum við líta aðeins á tvö íslensk dæmi um mál-
fræðistol. Þeim gögnum sem hér er byggt á var saffiað í tengslum
við fjölþjóðlegt rannsóknaverkefni („Cross-Language Aphasia Study“
eða CLAS) þar sem málfræðistol var kannað í 14 ólíkum tungumálum
(auk íslensku voru það enska, finnska, franska, hebreska, hindí, hol-
lenska, ítalska, japanska, kínverska, pólska, serbó-króatíska, sænska
og þýska). Verkefninu var í upphafi stýrt frá Boston University í
Bandaríkjunum og stjómendur vom þau Lise Menn, Loraine Obler
og Harold Goodglass. Efninu í þeim hluta rannsóknarinnar sem hér
er á dagskrá var safnað á þann hátt að sjúklingamir vom fyrst látnir
segja söguna af Rauðhettu og síðan lýsa mynd (,,Kökuþjófnaðurinn“)
og nokkmm myndaröðum („Wechsler-Bellevue Picture Sequences“).
Allt var tekið upp á segulband, villur greindar og taldar eftir sérstök-
um reglum og niðurstöðumar hafa verið birtar í viðamiklu riti, ásamt
öllum textunum og villugreiningunni (Menn & Obler (ritstj.) 1990).
Sama próf var lagt fyrir jafnmarga heilbrigða málhafa á hverjum stað
til samanburðar.