Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 99
Málstol og málfræðistol
97
22. [...] Já, já, það er svoleiðis, það bara svoleiðis.
23. [...] ... það er ekki til kjúklingurinn lengur í
24. körfunni.
Þegar þessi brot eru skoðuð sést strax að Kiddi hefur tiltölulega vægt
málstol — eða málfræðistol. Að vísu er oft dálítið erfitt að meta hvers
eðlis villumar eru því að ekki liggur alltaf ljóst fyrir hvað sjúkling-
urinn ætlaði að segja. Um nánari villugreiningu, þar sem stundum er
bent á fleiri kosti en einn, má vísa til greinar Sigríðar og Höskuldar
(1990:478 o.áfr.). Hér er hvorki rúm né ástæða til að rökstyðja hverja
greiningu fyrir sig, þar sem þetta eiga aðeins að vera sýnishom, en
villumar gætu verið sem hér segir (vísað er í línur í (3) hér á undan):
(4) Röng sagnaformgerð: 1
Brottfall hjálparsagnarinnar/tengisagnarinnar vera: 2, 3, 22.
Brengluð orðaröð: 2, 7, 8, 9.
Fomafn vantar: 2, 5, 6
Röng mynd fomafns: 14
Samspil neitunar og halaspumingar rangt:2 11,19
Röng forsetning: 12, 20
Röng tenging: 15
Gölluð ópersónuleg setningagerð: 16, 23
Röng sagnmynd: 17, 21
Gerð tilvísunarsetningar röng:3 18
2 Með halaspumingu er átt við þá gerð spumingar sem á ensku er nefnd tag
question. Um halaspumingar gilda þær reglur að ef neitun er í undanfarandi setningu
er halaspumingin jákvæð, en ef undanfarandi setning er án neitunar kemur neitun í
halaspumingunni. Þess vegna ætti að segja t.d. Hann gat ekki staðið, var þaðl eða
Hann glefsar í hana, er það ekki?
3 í þessari tilvísunarsetningu kemur fomafnið hann strax á eftir tilvísunartenging-
unni og það á ekki heima þar vegna þess að hundurinn er gerandi í tilvísunarsetn-
ingunni. Þess vegna ætti að standa Hundur sem (að) tekur...