Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 103
Málstol og málfræðistol
101
Hér er greinilega talsvert annað uppi á teningnum en hjá Kidda.
Einkum er hér mun meira um ýmiss konar beygingarvillur, auk þess
sem hún ræður illa við flókna setningagerð, undirskipun og slíkt.
Óþarfi er að tína allt til en nefna má þetta (eins og áður má deila
um sumt í greiningunni, sbr. grein Sigríðar og Höskuldar 1990:512
o.áfr.):
(6) Rangar beygingarmyndir sagna: 2, 11, 12, 19
Nafnháttur í stað persónubeygðrar myndar: 5, 14
Rangar beygingarmyndir nafnorða: 8, 9, 10, 11, 12, 21, 24
Brengluð orðaröð: 4, 18
Rangar forsetningar: 9, 11, 19, 24
Tengingar í ólagi: 2, 23
Boðháttur í ólagi: 17
Fleira mætti tína til en þetta ætti að nægja til að gefa dálitla hug-
oiynd um málfræðistol. Við skoðum það fyrirbæri nánar í 2. kafla.
Hér má þó strax vekja athygli á því að Togga virðist ekki nota mikið
af „ómerktum“ beygingarmyndum ef marka má þetta sýnishom. Að
vísu notar hún stundum nafnhátt af sögnum en þær beygingarmyndir
nafnorða sem hún notar ranglega eru alls ekki einfaldar eða ómerktar
myndir. Svo er til dæmis að sjá sem allmargar þeirra eigi að vera
þágufall með greini þótt sumar þeirra séu nokkuð torkennilegar (skó-
inum, skóinni, úlfinu, blóminum, úlfinum, eyrunum, augunum). Þetta
fyrirbæri verður nánar rætt í 2. og 3. kafla.
Togga er þó hvað sem öðm líður greinilega miklu „betra“ dæmi en
Kiddi um málfræðistola sjúkling. En þótt þau séu talsvert ólík eiga
þau ýmislegt sameiginlegt ef þau eru borin saman við Eyva og Deddu
sem við skoðuðum næst á undan. Það sést að vísu ekki allt svart á
hvítu. Við getum rifjað það upp og dregið saman í næsta undirkafla,
um leið og við víkjum svolítið að batahorfum og þjálfun sjúklinga af
þessu tagi.
1-2.3 Mismunandi áhrif heilaskemmda — einkenni og batahorfur
Eins og fram hefur komið urðu þeir sjúklingar sem hér eru á dag-