Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 123
Málstol og málfrœðistol
121
í samanburði sjúklinga verða ótraustir. Þess vegna má líka hugsa
sér að leggja ákveðin próf fyrir sjúklingana, bæði beygingafræðileg
°g semingafræðileg próf. Það verður reyndar gert í næstu lotu þess
fjölþjóðlega rannsóknaverkefnis sem hér er um að ræða (CLAS).
4. Lokaorð
I þessari grein höfum við leitast við að kynna málstol, einkum
Þá tegund þess sem kalla má málfræðistol. Við vonum að lesendur
hafi orðið nokkurs vísari um þessi fyrirbæri og jafnframt öðlast dálít-
inn skilning á þvf hvers vegna þau eru áhugaverð fyrir málfræðinga
ekki síður en talmeinafræðinga, sálfræðinga eða lækna. Við höfum þó
væntanlega vakið fleiri spumingar hjá lesendum en við gátum svarað.
Dálítið fleira af svömm má finna í grein sem við höfum margsinnis
vísað til (Sigríður og Höskuldur 1990) og í fleiri greinum sem birtar
eru í sama riti (Menn & Obler (ritstj.) 1990).
Sum svörin eru líka óþekkt. Málstolsfræðingar, málfræðingar, sál-
fræðingar og læknar leita þeirra stöðugt, m.a. sá fjölþjóðlegi hópur
sem við höfum verið svo heppin að hafa fengið að vinna með und-
^nfarin ár. Sá hópur vinnur nú að því að útbúa ýmiss konar próf
sem eiga að kanna nánar vald málfræðistola sjúklinga á ýmsum þátt-
um málkerfisins. Við höfum til dæmis unnið að gerð sérstaks prófs
Sem á að kanna vald málfræðistola sjúklinga á sagnbeygingu, einkum
samræmi frumlags og sagnar. Kannski getum við síðar sagt frá nið-
urstöðum þeirrar könnunar á þessum vettvangi.
HEIMILDIR
Anderson, Stephen R. 1977. On the Formal Description of Inflection. CLS 13:15-44,
Chicago Linguistic Society, Chicago.
• 1982. Where’s Morphology? Linguistic Inquiry 13:571-612.
Úerndt, Rita Sloan, & Alfonso Caramazza. 1980. A Redefinition of the Syndrome of
Broca’s Aphasia: Implications for a Neuropsychological Model of Language.
Applied Psycholinguistics 1:225-278.
Bradley, Dianne C., Merrill F. Garrett & Edgar Zurif. 1980. Syntactic Deficits in
Broca’s Aphasia. David Caplan (ritstj.):269—286.