Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 128
126
Flugur
var safhað stofnskrám og starfsreglum danskra verslunarfélaga á um-
ræddu tímabili, þ.á.m. verslunarfélaganna á íslandi, og voru þær birtar
stafréttar.
I 16. grein stofnskrár íslenska verslunarfélagsins 1733 var sagt að
íslendingar skyldu afhenda í krambúðimar „Reen- Ukosten, udmalt
og U-frosen fisk, som Bloed beene ere vel afskaaren Trej Leed Neden
for Naflen“ (bls. 553 í fyrmefndri bók). Eins og segir í skýringu
neðanmáls, sem þökkuð er „fil.dr. Gisli Gunnarsson“, þýðir ukosten
‘ókæstur’ og udmalt ‘ekki maltur’. En kœsa merkir eins og allir vita
‘að ýlda, láta gerjast í lokuðu fláti’. Slíkt mátti henda hákarl en ekki
útflutningsskreið. Hún mátti heldur ekki vera byrjuð að rotna, þ.e.
verða mölt (Ámi Böðvarsson 1963, Ásgeir Blöndal Magnússon 1989).
Skúli Magnússon landfógeti komst þannig að orði í riti sínu árið 1785
að þegar illa tækist til við verkun þorsksins yrði hann „malten, sur,
slepig, som under eet i Handelstaxten kaldes kassen, altsaa ei videre
nogen vederbörlig Handelsgadning“ (bls. 65).
Orðin ókœstur og ómaltur em í margbreytilegasta formi í dönskum
verslunarskjölum. í töxtum fslandsverslunarinnar 1684 og 1702 var
orðalagið hið sama: útflutningsskreiðin skyldi vera „ukassen, umalted
og ufrossen“ (Lovsamling for Island bindi 1:424 og 573). í verslunar-
stofhskránum 1721, 1742 og 1763 var tilgreint að skreiðin skyldi
vera „ukasten, umalt og ufrossen“ (Lovsamling... bindi 11:20, 412,
bindi 111:482). Orðalagið nálgast þannig ónákvæmnina árið 1733, sem
greint var frá hér að framan, en líklegt er að höfundamir hafi þá ekki
lengur skilið upphaflega merkingu orðanna. í verslunartaxtanum 1776
var þess krafist að skreiðin væri „ei malten, suur, slepig eller kassen“
(Lovsamling... bindi IV:325).
2. Boger
Skv. 5. grein stofnskrár íslenska verslunarfélagsins 1733 var félag-
inu veitt einkaleyfi til að versla „paa alle havner, og med de udj
Landet, beliggende smaae havner Boger, og Öers Indbyggere...“. í
skýringargrein neðanmáls segir um Boger. „Islandsk: bæir: (samling
af) gárde“ (Ole Feldbæk 1986:547).