Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 129
Flugur
127
í annarri heimild er ofangreindur hluti 5. greinar stofnskrárinn-
ar 1733 hins vegar orðaður þannig: „paa alle Havner og med de udi
Landet beliggende smaa Havners, Bayers og Öers Indbyggere“ (Lov-
samling... bindi 11:148). Bayer er óneitanlega líkara íslenska orðinu
bœir en boger. í verslunarleyfum og stofnskrám einokunarverslunar-
innar 1682, 1684, 1721, 1742 og 1763 er orðið stafsett á víxl Böyer,
Bayer eða Böier (Ole Feldbæk 1986:563; Lovsamling ... bindi 1:388,
406, bindi 11:13, 405, bindi 111:473).
Ritstjóri Lovsamling for Island, Jón Sigurðsson forseti, taldi að því
er best verður séð stafsetninguna Bayer vera réttari en Boger, sem
virðist fljótt á litið styðja orðskýringuna ‘bæir’. En mér finnst það orð
ekkert eiga við hér, allra síst ‘safn bæja’. Getur verið að orðmyndin
boger sé upprunalegust og sé einfaldlega afbökun tökuorðsins bug-
ur eða bugt og merki ‘flói’ eða ‘vogur’? (Ásgeir Blöndal Magnús-
son 1989). Síðar hafi alþýðuskýringin ‘bæir’ orsakað nýja afbökun:
t>ayer\
Önnur skýring gæti verið sú að orðið bayer sé enska orðið bay,
þ-e. ‘vogur’, í íslenskri eða danskri ummyndun, nema hvort tveggja
sé! Englendingar sigldu mikið til íslands á 17. öldinni þótt slíkt
væri opinberlega bannað og einkum var mikið um slíkar siglingar
skömmu fyrir 1662, þegar orðið Bayer/Beyer kemur fyrst fyrir eftir
því sem best verður séð. (Jón J. Aðils 1919:576-593, einkum 589-
593).
Alla vega virðist flest benda til þess að orðið tákni vog eða flóa en
ekki bæi. Árið 1662 veitti konungur fjórum aðilum einkaleyfi til versl-
unar á íslandi og var höfnum og umdæmum Islandsverslunarinnar
skipt á milli þeirra. Tilgreint var að hver handhafi fengi að versla að
vild innan úthlutaðs umdæmis og var þetta orðað þannig hjá þremur
að þeir mættu versla í „smaa Hafner og Fjorder, derunder ere be-
iiggende“. Hjá þeim fjórða var orðalagið hins vegar „smaa Hafner
°g Beyer, der under ere beliggende“. Orðið Beyer kom þannig í stað
°rðsins Fjorder. (Lovsamling... bindi 1:278). Höfundar þeirra texta,
sem síðar komu, notuðu síðan orðið Beyer/Bayer/Boger um bugi og
firði landsins.