Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 132
Nokkur orð um aðblástur, fráblástur og afröddun
í íslensku1
í þessari flugu er sett fram ný lýsing á aðblæstri, fráblæstri og
afröddun í íslensku. Gengið verður út frá því að hægt sé að lýsa
öllum þessum ferlum sem samlögunarreglum. Lýsingin er byggð á
kenningu Goldsmith (1976) um „autosegmental“ hljóðkerfisfræði en
sú kenning lýsir samlögun sem reglum sem færi þætti á milli hljóðana
(fónema).
Hvar sem hljóðasamböndin /pp/, /tt/, /kk/, /pl/, /pnJ, /tl/, /tn/, /tmJ,
/kl/ og /kn/ koma fyrir í inn- eða bakstöðu í íslensku kemur fram
aðblástur. Orð eins og hattur, epli og vatn eru því borin fram sem
[hahdYr], [ehbli] og [vahdn]. Flestir hljóðkerfisfræðingar eru sammála
um að í baklægri gerð skuli tákna þessi hljóðasambönd eins og gert
var hér að framan, þ.e. sem löng (tvöföld) /pp, tt, kk/ og sem stutt
(einföld) /p,t,kJ með /l,m,n/ á eftir (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1984
og Höskuld Þráinsson 1978b). Ein aðalröksemdin fyrir því að tákna
baklægu gerðina á þennan hátt er að aðblástursreglan verkar á þessi
hljóðasambönd hvenær sem þau koma fyrir í íslensku, einnig þar
sem þau verða til vegna verkunar annarra reglna (hljóðkerfis- eða
beygingarreglna). Til dæmis má nefna hk. lýsingarorða sem myndað
er með því að bæta hk.-endingunni /t/ við stofin lýsingarorða, t.d.
kvk. et. feit [fei:d] en hk. et. feitt /feit+t/ —» [feihd]. Önnur rök fyrir
þessum baklægu gerðum og virkri aðblástursreglu í íslensku eru þau
að Islendingar bera hljóðasamböndin /pp/, /kk/, /tl/ o.s.frv. fram með
aðblæstri í tökuorðum og einnig þegar þeir tala erlend tungumál (sjá
Höskuld Þráinsson 1978b).
Af þeim lýsingum sem gefnar hafa verið á aðblæstri í íslensku er
„autosegmental“ lýsing Höskuldar Þráinssonar (1978b) athyglisverð-
ust. Samkvæmt greiningu hans felst aðblástursreglan í íslensku í því
að fyrri hluti tvöföldu lokhljóðanna /pp/, /tt/ og /kk/ breytist í [h] við
1 Eg þakka Eiríki Rögnvaldssyni, Jóhannesi G. Jónssyni og Bruce Hayes fyrir
gagnlegar athugasemdir og Bimi Ellertssyni og Eiríki Steingrímssyni fyrir líflegar
umræður um efnið.