Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 133
Flugur
131
það að lokhljóðið missir munnþætti sína, og munnþættir undanfarandi
sérhljóðs koma í þeirra stað. Til þess að geta leitt aðblástur í hljóða-
samböndunum /pl/, /tn/ o.s.frv. af þessari sömu reglu gerir Höskuldur
ráð fyrir hljóðkerfisreglu sem lengir /p,t,k/ þegar þau standa á undan
/l.m,n/ í íslensku og skapar þannig það umhverfi sem aðblástursreglan
verkar í, t.d. vopna [vohbna].
I grein sinni setur Höskuldur fram hugmyndir um samspil aðblást-
urs, afröddunar og afblásturs í íslensku. I sunnlensku afraddast /l,m,n/
Þegar þau standa á undan /p,t,k/, t.d. lampi [lambi], og lokhljóð í
lslensku eru ófráblásin þegar þau standa á eftir órödduðum [+hljóm-
andi] hljóðum eða á eftir [h] í aðblæstri. Samkvæmt lýsingu Hösk-
uldar eru lokhljóðin /p,t,k/ fráblásin í baklægri gerð en á þau verkar
afblástursregla sem tekur af þeim fráblásturinn þegar þau standa á
eftir órödduðum hljóðum. Þannig er orðið lampi í sunnlensku borið
fram [lambi], með órödduðu /m/ og ófráblásnu /p/, en í norðlensku er
framburðurinn [lamphi]. Á eftir aðblæstri eru /p,t,k/ ófráblásin, þ.e.
hoppa er borið fram [hohba] en ekki *[hohpha]. Regluna um afröddun
°8 afblástur setur Höskuldur þannig fram að þátturinn [+sperrt radd-
8lufa] (sem á við þann blástur sem aðgreinir /p,t,k/ frá órödduðum
fr’.d.g/) sé færður af lokhljóðinu yfir á undanfarandi /l,m,n/ eða [h] í
aðblaestri. Þessi færsla hefur þær afleiðingar að lokhljóðið hefur ekki
leugur þáttinn [+sperrt raddglufa] og er því borið fram ófráblásið og
Þar sem /l,m,n/ hefur nú þáttinn [+sperrt raddglufa] er það óraddað
Þar sem raddböndin geta ekki titrað þegar þau færast sundur. Færsla
Þáttarins [+sperrt raddglufa] af lokhljóðinu yfir á [h] í aðblæstri hefur
hins vegar engin áhrif á [h] þar sem það hefur fyrir þáttinn [+sperrt
raddglufa]. Frekari lýsingu á hljóðkerfisgreiningu Höskuldar Þráins-
sonar má fá í ritum hans (1978a, 1978b, 1980).
Eg mun hér setja fram nýja lýsingu á aðblæstri, fráblæstri og af-
r°ddun í íslensku. Lýsing mín á fráblæstri í íslensku er byggð á þeirri
hugmynd Hayes (1986:485) að „alvöru blásturshljóð" (true aspira-
tes) í ensku (þ.e. þegar blásturinn heyrist greinilega) séu mynduð
Vlð færslu þáttarins [+sperrt raddglufa] yfir á eftirfarandi sérhljóð. Á
Þessari hugmynd byggi ég þá tilgátu mína að þó að /p,t,k/ í íslensku