Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 137
Flugur
135
(bls. 58) að í tvíhljóðum hverfur seinni hlutinn oft að mestu leyti á
undan aðblæstri, t.d. er sagt œtla [ahdla] í stað [aihdla]. Eins og sjá
má í (2b) er þetta einmitt það sem búast má við ef þátturinn [+sperrt
raddglufa] hefur færst yfir á sérhljóðið og breytt því að mestu í [h].9
Afröddun í íslensku, þ.e. reglunni sem afraddar /l,m,n/ á undan
/p,t,k/ í sunnlensku, má lýsa á eftirfarandi hátt:
(3) Afröddun í sunnlensku:
Radd- [+radd. ] [-radd. ][+radd. ] [+radd. ] [-radd. ][+radd. ]
banda- [-sp.rgl.] [+sp.rgl.][-sp.rgl.] [-sp.rgl.] [+sp.rgl.][-sp.rgl.]
þættir
CV lag C
Aðrir [+hljóm.][-hljóm.][±nál. ] [+hljóm.][-hljóm.] [±nál. ]
þættir [-samf. ][-samf. ] •: [-samf. ][-samf. ] •
Eins og Höskuldur Þráinsson (1978b) gerir ráð fyrir felst þessi
samlögun í því að raddbandaþættir lokhljóðsins færast yfir á undan-
farandi [+hljómandi] samhljóð sem við það verður óraddað. Andstætt
lýsingu hans heldur lokhljóðið hins vegar raddbandaþáttum sínum, en
er ófráblásið þar sem fráblástursreglan sem sett var fram í (1) verkar
ekki eftir að afröddun hefur átt sér stað.
Hér að framan hef ég lýst aðblæstri, fráblæstri og afröddun í ís-
lensku sem samlögunarreglum sem færi raddbandaþætti lokhljóðanna
/p,t,k/ yfir á undanfarandi eða eftirfarandi hljóð. Ég geri ráð fyrir að
Svipaða styttingarreglu þarf að setja upp fyrir löng (tvöföld) /p,t,k/ þar sem gert
er ráð fyrir að það sé seinni hluti langs sérhljóðs sem breytist í [h] við aðblástur, þ.e.
hattur er hljóðritað [hahdyr] en ekki *[hahd:yr]. Eiríkur Rögnvaldsson (1984:55 og
75) gerir ráð fyrir að löng (tvöföld) /p,t,kJ styttist með almennri styttingarreglu scm
styttir löng (tvírituð) samhljóð þegar þau standa næst á undan eða eftir samhljóði.
Styttingarreglan myndi verka eftir að aðblástursreglan hefur breytt seinni hluta langs
sérhljóðs í [h] og skapað þannig það umhverfi sem styttingarreglan verkar í.
Hér er rétt að nefna að tvíhljóð einhljóðast auðvitað ekki nærri alltaf á und-
an aÖblæstri. Eiríkur Rögnvaldsson bendir á í bréflegum athugasemdum að seinni
h'uti tvíhljóða virðist oft vera nær óraddaður á undan aðblæstri, þ.e. það sem við
skynjum sem seinni hluta tvíhljóðs gætu verið formendumir sem „koma í gegn“ í
aðblæstrinum.