Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 146
144
Orð af orði
fulhnúa og fleiri orð
Eins og flestum er kunnugt em oft til mörg afbrigði af sama orð-
inu, einkum ef fymst hefur yfir upphaflegu orðmyndina eða hún ekki
skilist fullkomlega. Freistast menn þá til að laga orðið eftir þekktum
orðmyndum. Sem dæmi um slíkt má nefna hin fjölmörgu afbrigði
orðanna muðlingur og smjörvala (Guðrún Kvaran 1985:173-179 og
1986:171-174). Enn eitt dæmi um þetta er so.fulhnúa og ýmis orð
henni tengd. Ég ætla hér á eftir að gera grein fyrir þeim orðmyndum,
sem ég hef rekist á, merkingu þeirra og dreifingu eftir landshlut-
um.
fulhnúa: í orðabók Menningarsjóðs (OM1983:250) er gefin upp
merkingin ‘handfjatla; hnuðla, kuðla’ og kemur sú merking að mestu
heim við dæmin í ritmálsskrá OH. Þau eru aðeins fjögur og þrjií
þeirra úr ritum eftir Halldór Laxness. Hið fjórða er úr bók eftir Eyj-
ólf Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal. Eitt dæmanna sker sig aðeins
úr og virðist mér merkingin þar fremur ‘að vinna e-ð í höndun-
um’:
Og svo var hann [þ.e. kistillinn] fulhnúaður af mikilli list, að tréð
í honum virtist hafa gefist upp og látið sveigja sig og móta einsog
vax (Halldór Laxness 1960:65).
í talmálssafni OH eru mörg dæmi um sögnina og em langflest
þeirra af Suðurlandi allt frá Reykjanesi og austur í Skaftafellssýslur.
Einnig virðist hún eitthvað þekkt í Borgarfirði. Ber flestum saman
um að merkingin sé ‘að handfjatla e-ð, hnoðast með e-ð’ og fremur
í niðrandi merkingu. Kristrún Matthíasdóttir á Fossi í Hrunamanna-
hreppi tekur fram að fulhnúa sé aðeins notuð í tengslum við lifandi
skepnur, helst ungviði eða einhver kvikindi, sem lítið mega sín, t.d.
lömb, kettlinga og hvolpa. Á öðmm seðli, þar sem ummæli em höfð
eftir manni úr Grindavflc, er tekið fram að merkingin hjá Halldóri
Laxness sé ekki rétt, sögnin sé notuð í niðrandi merkingu og held-
ur óvirðingarorð. Skaftfellskur heimildarmaður OH þekkir merking'
una ‘að hylja e-ð í lófa sér’ en önnur dæmi hef ég ekki um hana.
Af Norðurlandi em aðeins tvö dæmi og tekur annar heimildarmað-