Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 149
Orð af orði
147
Þar sem hann fjallar um fulhnúa (215) en virðist hafna henni í umfjöll-
un um þaulhnúa. Þar vill hann fremur tengja viðliðinn hnúfa, hnýfill
°g hnufra (1989:1172). Þar sem hnúa og hnúfa eru eins í framburði,
verður ekkert um það sagt hvor myndin muni vera upphaflegri, þó
að oftar hafi verið ritað hnúa. Myndir með -hnusa eru afbakanir og
lagaðar að sögninni hnusa ‘þefa af, anda, blása’.
Um upprunalega forliðinn er erfiðara að segja. Virðist mér tvennt
koma til greina. Myndimar á ful- gætu verið elstar og mætti ef til
vill rekja þær til sagnarinnar fuðla ‘kuðla, vöðla’, þ.e. *fuðlhnúa —>
fulhnúa, En ful- gæti einnig verið komið úr full- (herðandi forskeyti)
nteð rödduðu -/-. Framburðurinn [dl] hefur ekki komið upp vegna
eftirfarandi samhljóðs. Um þetta má finna mörg dæmi í orðabók Sig-
ftsar Blöndals (1920-1924:227-228) eins og fullhakaður, fullfást,
fullgamall, fullhanginn, fullkanna, fullráða, fullsanna og fullþakka
°g dæmi eins og karlfauskur, karlgildur, karlhólkur og karlprjónn
(1920-1924:420). Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:215) giskar á
tengsl við fjálgrast og fúlgra og tel ég það ósennilegra. Myndim-
með faul-, fúl- og fol- em hugsanlega yngri og til orðnar þegar
^enn ekki lengur skildu forliðinn /«/-, faul- t.d. sem blendingur af
ful- og þaul-.
Sama er að segja um hol-. Sú mynd hefur verið löguð að lýs-
ingarorðinu holur. Vol- í volhnúast mætti helst tengja sögninni vola
* tnerkingunni ‘hræra, káfa í heyi, kvola, velkja’ og orðasamband-
inu að volast með e-ð ‘burðast með’. Myndir með þaul- hafa verið
tengdar forliðnum þaul- í þaullesa, þaulvanur og nafnorðinu þauli
e~ð síendurtekið’, en þul- er hugsanlega blendingsmynd úr þaul- og
ful-.