Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 156
154
Ritdómar
2.2.
Þegar ráðist er í samningu erlend-norskrar orðabókar, er nærtækt að þýða á annað
hinna tveggja ritmála norskunnar einvörðungu, og láta hitt liggja milli hluta. Ræður
þá venjulega marksvið bókarinnar og/eða málvenja höfunda(r) íirslitum um val ný-
norsku eða bókmáls. Þegar um norsk-erlenda orðabók er að ræða, skiptir það í reynd
varla höfuðmáli fyrir Norðmenn, hvort ritmálið verður fyrir valinu. Hins vegar þarf
hinn erlendi notendahópur iðulega að glíma við bæði nýnorsku- og bókmálstexta.
Þegar stóru heimsmálunum er sleppt er að sjálfsögðu frágangssök að semja norsk-
erlendar orðabækur fyrir bæði norsku ritmálin; nýnorsk-pólska og bókmáls-pólska
orðabók, svo dæmi sé nefnt.
Af þessum ástæðum hafa menn á seinni árum hyllst til að láta norsk-erlendar
orðabækur ná til bæði nýnorsku og bókmáls. Eru þá orð og orðmyndir sem tilheyra
öðru ritmálinu einvörðungu merkt sérstaklega en ómerkt eru látin orð og orðmyndir
sem eru gjaldgeng í báðum. Fyrsta meiri háttar verk af þessu tagi mun hafa verið hin
norsk-enska orðabók Einars Haugens frá 1965. Sami háttur er á hafður í norsk-þýskri
orðabók (1979) eftir Tom Hustad. í formála segir HE það verk fyrirmynd norsk-
íslensku orðabókarinnar, og velur enda sama kost varðandi ritmálin tvö. Verður sú
lausn að teljast skynsamleg og raunar sjálfsögð því að þess mundi seint að bíða að
bæði nýnorsk-íslensk og bókmáls-íslensk orðabók litu dagsins ljós.
2.3.1.
í meginmáli er gerð knöpp grein fyrir beygingu bæði norskra og íslenskra orða.
Dæmi:
foreleser/en (=D-ar) fyrirlesar/i, -a, -ar m
+forene, -te (slá sammen) sameina 1; (kombinere) tengja 3 ...
(Athgr.: D = nýnorska, + = bókmál, HH)
+forelegge ór.: f- en noe leggja 6 e-ð fyrir e-n, fá 6 e-m e-ð (til úrlausnar
e. yfirlits)
skyte (°skyt) skaut/*skj0t, nskoti/+skutt (1) (fyre) skjóta 6:
Talan 6 í síðasta dæmi vísar til skýringa fyrir norska notendur á bls. x-xii, sjá
nánar í 2.3.2.
2.3.2.
Kaflamir „Skýringar fyrir notendur“ (bls. vii-ix) og „For norske brukere“ (x-xi*)
eru tæpar 3 blaðsíður hvor. Segja má að þær upplýsingar sem íslenskur notandi f®r
þar og í meginmáli nægi til að átta sig nokkum veginn á beygingu norskra orða.
Sama verður ekki sagt um þá vitneskju um íslensk orð sem bókin lætur norskum
notendum í té. Öllum sterkum fslenskum sögnum er t.d. skipað í einn flokk ásamt
þeim veiku sögnum sem endingarlausar eru í 1 .p.et.nt. og eru þær því merktar sama
tölustaf í meginmáli. Gefin eru sýnishom af kennimyndum sterkra sagna án þess að
öllum hljóðavfxlum sé til skila haldið. T.d. er gefin hljóðskiptaröðin jú-ý-au-o, en
dæmi um jó (njóta, skjóta o.þ.h.) vantar, sömuleiðis u-stigið (krupum, skutum). SýnC*