Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 157
Ritdómar
155
er persónubeyging einnar sagnar: berja, og þá maigt ótalið, sbr. 1.2.3. p.et.nt. af taka,
fora, sjd, lesa, skína; selja, smyrja, ná (af þessum hafa aðeins sterka sögnin fara og
Veika sögnin smyrja sömu nútíðarendingar og berja). Er þetta þeim mun bagalegra
í bókinni er hvergi listi yfir sterkar og óreglulegar veikar sagnir og kennimyndir
t3e'rra, eins og annars tfðkast f hliðstæðum verkum. — Hins vegar er öðrum veikum
sögnum skipað f 5 flokka og er tannhljóðsviðskeyti þátíðar eina auðkenni þriggja
Þeirra (2., 3. og 4.); auðkenni eins (1.) er að finna f þt. og sagnbót og auðkenni
flokks felst í sams konar sagnbót og 1. flokkur hefur og þvf að geta haft hvaða
tannhljóðsviðskeyti sem er. Nútíðarbeygingu veikra sagna er enginn gaumur gefinn.
^r þá notagildi kaflans „Skýringar fyrir notendur" orðið býsna hæpið.1
2.3.3.
Sumum mun þykja ókostur að tölur (beygingartákn) eru f lfnu með venjulegu
•esmáli, sbr. 6 í dæmunum hér að ofan (2.3.1.). í Sœnsk-íslenskri orðabók er sneitt
þessu með þvf að hækka slíkar tölur um hálfa línu: ... flýta4 (hraða') sér ... Er
t>að sýnu aðgengilegra og sparar pláss að auki.
2.4.
l’að er skemmst frá því að segja að fengur er f bók Hróbjarts Einarssonar. Hún er
með stærri erlend-íslenskum orðabókum sem út hafá komið til þessa. Höfundur færir
s^r nyt suma þá ritauka sem íslenskri orðabókarfræði hafa áskotnast að undanfömu.
t-andafræðiheiti eru færð upp f meginmáli, en ekki í sérstakri skrá aftast eins og
flökast hefur lengst af, og er það til bóta. Eru þá t.d. landaheiti, lýsingarorð af
Peim dregin og þjóðaheiti á einum og sama stað. — Af öðrum eiginnöfnum er fátt
°8 vantar m.a. ýmis þau sem mikilvæg verður að telja fyrir venjulegt (mælt) mál,
s-s. (fru) Blom (t.d. „Mpte og mpte, fru Blom“ ‘þeir eru (nú) margir fundimir’,
Pað eru (nú) ekki allir fundimir eins’ o.þ.h.). Ekki hefði heldur sakað að greina
Porskum notendum frá því hvað þau Onkel Sam, Terje Viken (Þorgeir í Vfk) og
ynnpve Solbakken (Sigrún á Sunnuhvoli) o.fl. heita á íslensku. Svarthöfði þeirra
orðmanna, Stutum, er jafn sjálfsagður í orðabókum og t.d. Þrándur í Götu, og sýnu
Kmgri til að verða að notum en t.d. zygote, klyver, smfirfarge og fleiri orð sem
ten8ið hafa inni hjá HE.
2.5.
^ýðingar eru yfirleitt stuttar og laggóðar, sbr. t.d. flettiorðin skjerm og innpode,
sv° að dæmi séu tekin af handahófi. Þar kennir og margra nýrra og skemmtilegra
grasa. Undirrituðum er að vonum ekki alltaf ljóst, hvað af þessu em smíðisgripir HE
. ’ komiö frá ráðunautum eða annars staðar að, né heldur hvaða samráð hefur
er*ð haft við t.d. íslenska málstöð varðandi upptöku nýyrða. Af þessu tagi má nefna
Ég vil þakka Halldóri Ármanni Sigurðssyni margar góðar og gagnlegar ábend-
f si svo °8 ónafngreindum rýni hans. Er mest það sem hér er til tínt um málfræði
r“ fýni komið.