Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 158
156
Ritdómar
ættdrœgni (nepotisme), raddlœgi (stemmeleie) o.m.fl. Enn fremur er lofsvert að fasra
óreglulegar orðmyndir upp sem sérstök flettiorð (ffltter, m0dre, o.s.frv.).
Það er oft snjallræði að gefa vandþýdd orð f textasamhengi þar sem umritunarhæfni
íslenskunnar fær notið sfn:
engangsforeteelse/n: la oss hápe at det var bare en e- við skulum vona
að það komi ekki fyrir aftur.
Þessari lausn er beitt af miklum hyggindum í Sœnsk-íslenskri orðabók þeirra Aðal-
steins Davíðssonar og Gösta Holms. Sama má segja í mörgum tilfellum um NÍ. Lítum
þó nánar á orðasambandið hér að ofan og þýðingu þess, sem er ágæt innan sinna
takmarka. En hvað er til ráða ef þýða skal t.d. orðasambandið „Engangsforeteelser
av denne art kan ikke endre helhetsbildet“? Rétt orðabókarþýðing væri: ‘e-ð sem
hendir aðeins einu sinni’ og koma svo með orðalagsdæmi. Er þá grunnmerkingin
gefin, og notendur verða sjálfir að spreyta sig á þeim ad hoc þýðingum sem hvert
einstakt tilfelli krefst án þess að hægt sé að saka orðabókina um ófullnægjandi eða
rangar upplýsingar.
Annað dæmi þess hve vandmeðfarin aðferðin er:
beleiringstilstand/en: byen var i b- það var setið um borgina
Þetta er gott svo langt sem það nær, en hvað um t.d. „erklære (en by i) b-“
þ.e. ‘lýsa yfir umsátursástandi’? í Bokmdlsordboka (1986) er beleiringstilstand =
unntakstilstand, sem HE þýðir með neyðarástand.
2.6.
Það er nánast fordild að tíunda það sem vanta þykir, enda yrðu menn seint ásáttir
um hvað beri að velja og hverju beri að hafna. Höfundur þessarar umfjöllunar getur
þó ekki stillt sig um að geta þess sem að hans mati hefði mátt taka með í orðabók
af þessari stærð. Skal fyrst rætt um einstök orð, þar næst orðasambönd og að lokum
deildarmerkingu.
3. Einstök orð
3.1.
Hér skal eingöngu bent á þær gloppur sem varða annaðhvort algeng orð/hugtök
eða sem teljast mega dæmigerð fyrir norska atvinnuhætti, þjóðlíf og menningu og
því æskileg hér: aksjonsfilm, arbeidslov(erí), askeblond, annerledestenkende, bekvem-
melighetsflagg ‘hentifáni’, bilservice, B-menneske, bánn (= bund), dagligvarer, etter-
forsker, filmavis, foredling(s-industri), formynderi, frigang, gjennomslagskraft, glide'
skala, gá-sakte aksjon, haleheng, hjernebl0t(het), hurtigrenn, husdyrbestand ‘bu-
stofn’, innend0rs, innrykning ‘greinaskil’, katamaran, kilometerstand, klak0r, kj0Pe'
senter, krysserrakett ‘stýriflaug’, kunstis, lisensiat, lytterstasjon, mellomfot ‘rist •
minstepensjon, minibuss, m0rkeblond, mdls0kende (rakett), naturhusholdning ‘sjálft'
þurftarbúskapur’, nypete, oljeflak, omgruppere, ommpblering, overprpve, passord,