Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 160
158
Ritdómar
4. Deildarmerking
4.1.
Varhugaverðara er að sleppa deildarmerkingu(m) eða samhljóða orðum „homo-
nymum“, þótt sjaldgæf séu, en t.d. öðrum sjaldgæfum orðum. Verði sjaldgæf deild-
armerking sem ekki er að finna f (tvítyngdri) orðabók á vegi notanda er ekkert
lfldegra en að hann skilji hana röngum skilningi, þ.e. eigni henni þá merkingu (eða
einhverja(r) af þeim (deildar)merkingum) sem orðabókin gefur. Engin hætta er á
slíkum misskilningi þótt einrætt orð vanti. Lftum á dæmi:
gjennomfprt fullkominn, lýtalaus.
Hvemig þýðir þá íslenskur notandi NÍ „gjennomfprt marxist" eða „ordene er
gjennomfprt maskulina“?
stöpning ...(2) (fig): være av samme s- vera eins og steyptir í sama
mótinu.
Hjálpar ekki þegar um er að ræða „en kvinne av hennes stppning".
tospráklig - (persori) jafnvígur á tvö tungumál.
Það er hárrétt hjá HE að geta þess að þýðing hans á við persónur einvörðungu. En
af hverju tilgreinir hann ekki tospráklig ordbok — það er reyndar það sem þessi
ágæta bók hans er — hún hefði gjama mátt hafa eigin skilgreiningu að geyma. Auk
þess virðist mér orðið tvítyngdur vera notað í báðum merkingunum en það fær ekki
inni hjá HE.
pickup/ en mus. hljóðdós -ar -irf
Orðið er einnig oft notað í merkingunni ‘(lítill) sendiferðabíll’.
+kj0delig - (=°kj0t(t)leg) holdlegur, líkamlegur
En hvað um kjpdelig brorlsdsterl
klubb/e/i2 klúbb/ur -s -ar m
Hér vantar afar mikilvæga deildarmerkingu, þ.e. ‘verkalýðsfélag (staðarins)’- *
kjölfar þessarar leiðu gloppu sigla aðrar, t.d. vantar klubbformann ‘formaður verka-
lýðsfélags (fyrirtækis, vinnustaðar)’, klubbstyre, klubbhus, o.s.frv.
forklaring/a e. +-en skýring -ar, -ar f: gi en f- pá noe gefa skýringu á
e-u
Þetta hrekkur skammt í réttarsal, þ.e. ‘vitnisburður, framburður (vitnis)’.
foregripe ór. verða fyrri til
og basta. Þá er nokkur vandi á höndum með þýðingu orðatiltækja á borð við foregnPe
begivenhetenes gang.