Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Síða 166
164
Ritdómar
er varðar íslensku. Hins vegar er ekkert fjallað um framburð, hvorki fslenskan né
norskan.
Nú mætti segja sem svo að framburðarreglur megi læra í kennslubókum á sama
hátt og beygingafræði. Það er rétt hvað almennar reglur áhrærir. Gallinn er bara sá að
einhlítar reglur verða aldrei gefnar um norskan framburð og því algert frumskilyrði
að gefa a.m.k. frávik frá almennum reglum í meginmáli. Þar gefur NÍ ekki einu
sinni framburð á erlendum orðum sem jafnvel norskir notendur geta átt í brösum
með, sum hver. M.a. hefði átt að vera auðvelt að merkja hljóðlausa bókstafi með
þvf að setja punkt undir þá (sbr. Haugen 1965 og Berkov 1987); sömuleiðis að sýna
framburð á o og u þegar hann vfkur frá höfuðreglum, en það hendir oft. Sem sagt:
I bókina vantar ágrip af fslenskri og norskri hljóðfræði og frávikum frá almennum
reglum um framburð eru ekki gcrð skil í meginmáli. Gildir hið sfðamefnda einnig um
fslensku, s.s. guð [gw:ð], vatnsleiðsla [vas:-], o.s.frv. Óræður ritháttur norskra orða
er íslendingum iðulega til mikils trafala og skapraunar. Hin norsk-íslenska orðabók
Hróbjarts Einarssonar greiðir ekki úr þeim vanda og eru þeir íslendingar í Noregi
sem ég hef borið málið undir mér samdóma um að það sé mesti ókostur bókarinnar.
Band bókarinnar ber vott um ýtrustu sparsemi.
Að lokum er skylt að þakka með virktum þær ábendingar sem ég hef þeg'®
af Halldóri Armanni Sigurðssyni og öðrum. Eru þær þeim mun kærkomnari og
nýtilegri að þessar hugleiðingar mínar eru ekki uppskera skipulegs yfirlestrar og
gaumgæfingar, heldur eru þær nánast samantekt atriða sem ég hef hnotið um við
notkun bókarinnar um nokkurt skeið.
Ósló í ágúst 1989.
Helgi Haraldsson
HEIMILDIR
Aðalsteinn Davíðsson og Gösta Holm. 1982. Sœnsk-íslensk orðabók. Almenna bóka-
félagið, Reykjavík.
Ámi Böðvarsson. 1987. Orðalykill. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Baldur Jónsson. 1987. Sjá íslenskar íðorðaskrár.
Berkov, Valerij P. 1973. Voprosy dvujazycnoj leksikografii. Izdatel’stvo Leningrad'
skogo universiteta, Leningrad.
—. 1977. Slovo v dvujazyínom slovare. Valgus, Tallinn.
—. 1987. Russisk-norsk ordbok. Russkij jazyk, Moskva.
Ensk-íslensk orðabók, sjá Sören Sörenson.
Friedmann, Jehuda (ritstj.) 1977. Outier de travail .... Tel Aviv.
Haugen, Einar 1965, sjá Norsk-engelsk ordbok.
Hustad, Tom. 1979. Stor norsk-tysk ordbok. Universitetsforlaget, Oslo-Bergen
Tromsö.