Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 168
166
Ritdómar
Sverrir Hólmarsson, Christopher Sanders & John Tucker (ráðgjöf: Svavar
Sigmundsson). 1989. íslensk-ensk orðabók. Concise Icelandic-English Dic-
tionary. Iðunn, Reykjavík. 536 bls.
1. Inngangur
„Every other author may aspire to praise“, sagði hinn mikli orðabókarhöfundur
Samuel Johnson; „the lexicographer can only hope to escape reproach".
Um mitt ár 1989 kom út ný íslensk-ensk orðabók sem þeir Sverrir Hólmars-
son, Christopher Sanders og John Tucker hafa samið, með aðstoð og ráðum fti
Svavari Sigmundssyni, dósent við Háskóla íslands. Bókin er 536 síður, þar af eru
leiðbeiningar um notkun hennar um 11 síður, 18 síður málfræðiágrip (eftir Svavar
Sigmundsson) og 20 sfður útskýringar skammstafana og tákna, auk stutts formála-
Málfræðiágripið er á ensku en leiðbeiningamar, formálinn og skammstafanimar eru
á báðum málum.
Það er ætlun mín að fjalla um bókina frá ýmsum hliðum hér á eftir, ekki sem
sérfræðingur í orðabókagerð heldur sem málfræðingur og hugsanlegur notandi henn-
ar.
Það skal játað strax að ég er mikill unnandi (og notandi) orðabóka og reynd-
ar flestra handbóka. Heima hjá mér er sfvaxandi safn slfkra bóka sem ég nota að
staðaldri miklu meira en aðrar bækur. Þvf finnst mér ærin ástæða til að vel sé vandað
til gerðar þeirra.
2. Forsendur þýðingaorðabóka
í formála sínum gera höfundamir grein fyrir tilgangi sínum:
Þeir enskumælandi menn sem leitast við að kynna sér íslenska tungu og menningu.
sem og þeir íslendingar sem þurfa að beita enskri tungu í námi sínu og starfi, hafa
lengi fundið fyrir skorti á nothæfri orðabók um algengt íslenskt nútímamál með
samsvarandi þýðingum og skýringum á ensku. Við samningu þessarar orðabókaf
hefur verið leitast við að sinna eftir megni mismunandi þörfum þessara tveggJ2
ólíku hópa.
Óneitanlega vaknar sú spuming hvemig (og jafnvel hvort) unnt sé að uppfylla þarf'
ir beggja hópa í einu riti. Útlendingur sem reynir að nota bókina til að lesa eða skrifa
á íslensku þarf t.d. aðgengilegar upplýsingar um orðfiokka og beygingar uppflettiorða
en íslending vantar meiri vitneskju um merkingu ensku orðanna: Merkingarmuninn
þegar fleiri en eitt eru tilgreind, merkingarsvið ef það er frábrugðið sviði uppflettl'
orðsins, takmarkanir á notkun orða (t.d. stfllegar). Og væri um framburðartáknun að
ræða vildi annar hópurinn sjá framburð íslensku orðanna, hinn þeirra ensku. Hér er
vandi að þjóna tveimur herrum.
Hins vegar leikur enginn vafi á því að báðum þessum hópum hefur fundist biö,n
eftir hentugri orðabók vera orðin býsna löng. íslensk-enska orðabókin eftir Amgrf111
Sigurðsson (1970) er komin til ára sinna og þrátt fyrir mikinn orðaforða hennar
(um 90.000 uppflettiorð) hefur hún reyndar aldrei verið meira en frekar ófullkornn111