Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 169
Ritdómar
167
°rðalisti, eins og hver skólanemi getur staðfest. Fyrir þá sem ekki eiga íslensku að
Wóðurmáli var hún tæplega brúkleg, m.a. vegna fullkomins skorts á málfræðilegum
uPplýsingum. Fyrir íslendinga sem reyndu að tjá sig á ensku voru skýringarorð bók-
annnar oft villandi eða gjörsamlega úrelt. Sem dæmi má nefna að þar er langreiður
(svo!) látin heita „rorqual“ (f stað „fin whale“ eða „finback"; „rorqual“ er safnheiti
lyrir reyðarhvali), ungt barn er „chit“ (sem má að vísu nota í niðrandi tóni um stúlku,
ðetur þekkt sem sögn í merkingunni ‘kvitta fyrir’ en hvorugt er algengt), ráðning
er >,solution“ eða „interpretation“ (þ.e. ‘ráðning á gátu eða letri’ en vantar merking-
arnar „employment“ eða „hiring", ‘ráðning í starf’ og „punishment", ‘hirting’) og
sveitarhöfðingi er þýtt sem „captain“ (en það er í fyrsta lagi óþarft uppflettiorð vegna
þess hve sjaldgæft það er og gegnsætt út frá merkingu liðanna; í öðru lagi er ekki
Þýdd aðalmerkingin, „leading citizen of the district“, ‘fyrirmaður í byggðarlagi’; og
'°ks er þýðingin ónákvæm: ef um hermennsku er að ræða ætti þetta fremur að vera
„company commander").
Ný ensk-íslensk orðabók er því fyllilega tímabært rit.
Þarfir notenda
Orðabók Sverris Hólmarssonar og félaga á sem sagt ekki alvarlega keppinauta,
ólíkt þýðingaorðabókum eins og þýsk-enskum eða fransk-enskum þar sem kannski
er kostur á fjórum eða fimm bókum hverju sinni. Varla er heldur hægt að búast við
a& orðabók sem þessi verði samin að nýju nema á u.þ.b. tuttugu ára fresti (þó að
j°lvutæknin eigi að greiða fyrir lagfæringum við endurprentanir). Það er þvf mikið í
úfi að vel sé til hennar vandað.
^ A íslensk-enska orðabók reynir þeim mun meira sem fátt er um aðrar orðabækur
a íslensku máli. Hún verður að þjóna mörgum útlendingum sem eiga ensku ekki
nióðurmáli en eiga ekki kost á íslenskri orðabók með skýringum á eigin máli.
*°ast en ekki síst geta útlendingar sem eru að reyna að lesa tungumál stórþjóða
jotlega stuðst við góðar skýringaorðabækur (sem jafnvel miða sérstaklega við þarfir
ufiendinga) en þetta hefur ekki verið raunverulegur möguleiki hvað íslensku varðar.
^llt þetta leggur þeim sem ráðast í að semja íslensk-enska orðabók mikla byrði á
er°ar og hafa þeir félagar eflaust fundið fyrir því. Þeir hafa þurft að íhuga vandlega
og ólík sjónarmið áður en þeir ákváðu hve stór bókin ætti að vera, hvaða
Ste/nu ætti að taka í útskýringum, hvers konar upplýsingar um beygingar og önnur
málfræðiatriði ættu að fylgja orðaskýringum og margt fleira.
• Stærð orðasafnsins
]qb ^^nn'n8u bókarinnar (sem reyndar kom út fyrir sl. jól) í íslenskum bókatíðindum
séð° Se^'r m 3 ' ”®röasafröð er byggt á víðtækri tölvukönnun á orðtíðni og þannig
ril þess að í bókinni sé að finna öll hin algengustu orð tungunnar". Aftur á móti
ag ág hvergi upplýsingar um hvað orðin í bókinni séu eiginlega mörg. Með því
taka fimmtíu síðna úrtak og telja fjölda sjálfstæðra uppflettiorða fékk ég þó þá
skun að þau muni vera um 23.000. Af þeim voru nærri 9% aðeins millivísanir í
aluppflettiorð, t.d. vísaði hlupu á hlaupa, skildir á skjöldur, o.s.frv.